Sanna mætir í leiðtogaspjall í Spursmálum

Spursmál | 21. október 2024

Sanna mætir í leiðtogaspjall í Spursmálum

Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, borg­ar­full­trúi og leiðtogi Sósí­al­ista­flokks Íslands í þingkosningunum, mætir í leiðtogaspjall í Spursmálum á morgun klukkan 14.

Sanna mætir í leiðtogaspjall í Spursmálum

Spursmál | 21. október 2024

Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, borg­ar­full­trúi og leiðtogi Sósí­al­ista­flokks Íslands í þingkosningunum, mætir í leiðtogaspjall í Spursmálum á morgun klukkan 14.

Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, borg­ar­full­trúi og leiðtogi Sósí­al­ista­flokks Íslands í þingkosningunum, mætir í leiðtogaspjall í Spursmálum á morgun klukkan 14.

Ásamt henni munu álitsgjafar fara yfir fréttir vikunnar. 

Vegna komandi þingkosninga 30. nóvember verða tveir þættir af Spursmálum í hverri viku fram að kosningum, á þriðjudögum og föstudögum.

Meðal annars verður rætt við formenn flokkanna og hina ýmsu oddvita.

Mælast ekki inn á þing

Sósíalistar munu bjóða fram lista í öllum kjördæmum en í síðustu kosningum fékk flokkurinn 4,1% á landsvísu og náði ekki manni inn á þing. Sanna hyggst nú reyna breyta því.

Í könnun Prósents síðasta föstudag sem kynnt var í Spursmálum mældist flokkurinn með 4,2% fylgi en til þess að komast inn á þing þarf að lágmarki 5%.

Þátturinn verður sýndur klukkan 14 á mbl.is og verður svo einnig aðgengilegur á helstu streymisveitum.

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is