Sylvía Haukdal ástríðubakari og sælkeri byrjuð að undirbúa sig fyrir Bleika daginn sem framundan er, miðvikudaginn 23. október næstkomandi. Hún er ætlar að bjóða upp á þessa dásamlegu kókosköku með sítrónufyllingu og bleiki liturinn verður í forgrunni.
Sylvía Haukdal ástríðubakari og sælkeri byrjuð að undirbúa sig fyrir Bleika daginn sem framundan er, miðvikudaginn 23. október næstkomandi. Hún er ætlar að bjóða upp á þessa dásamlegu kókosköku með sítrónufyllingu og bleiki liturinn verður í forgrunni.
Sylvía er þekkt fyrir sínar ljúffengu kökur og fallegu kökuskreytingar og þessa dagana blómstra hún sem aldrei fyrir í kökugerðinni hjá 17 Sortum.
Falleg bleika kakan hennar Sylvíu, mikið augnakonfekt að njóta.
mbl.is/Karítas
„Ég mun baka þessa köku og bera hana fram á fallega dekkað borð þar sem bleiki liturinn verður í forgrunni. Síðan verð ég örugglega í einhverju bleiku,“ segir Sylvía með bros á vör.
Ef þið viljið hafa kremið bleikt er upplagt að setja örlítið af bleikum matarlit út í kremið og blanda saman.
Sylvía skreyti kökuna með makkarónum og perlukökuskrauti á listrænan og fallegan hátt.
mbl.is/Karítas
Kókoskaka með sítrónufyllingu og kókoskremi
Kókosbotn
- 240 g Kornax Hveiti
- 50 gr kókos
- 2 tsk. lyftiduft
- 1 tsk. salt
- 170 g smjör
- 300 g sykur
- 1 tsk. vanilludropar
- 5 stk. eggjahvítur
- 110 ml kókosmjólk
- 95 ml nýmjólk
- 45 ml olía
Aðferð:
- Byrjið á því að stilla ofninn á 175°C (viftu).
- Setjið næst smjör, við stofuhita, og sykur saman í hrærivélaskál og þeytið þar blandan til verður ljós og létt.
- Setjið síðan eggjahvíturnar rólega saman við, lítið í einu.
- Hrærið síðan saman við blönduna 1/3 af þurrefnunum.
- Hrærið síðan við 1/2 af blautefnunum, mjólk, kókosmjólk, olíu og
- Vanilludropum, saman við.
- Hrærið loks næsta skammti, 1/3 ,af þurrefnunum saman við.
- Setjið síðan restinni af blautefnunum út í.
- Setjið síðan lokum síðasta skammtinn af þurrefnunum út í.
- Gott er að hræra deigið ekki of mikið en samt nóg til þess að allt sé komið saman.
- Setjið síðan deigið í þrjú 15 cm stór hringform.
- Setjið að lokum formin inn í ofn og bakið við 175°C hita í um það bil 20-25 mínútur.
Kókoskrem
- 650 g smjör
- 650 g flórsykur
- 2 tsk. vanilludropar
- 200 ml kókosmjólk
Aðferð:
- Byrjið á því að þeyta smjörið, við stofuhita, þar til það verður ljóst og létt.
- Bætið síðan flórsykrinum og vanilludropunum saman við og haldið áfram
- að þeyta.
- Síðan bætið þið við kókosmjólkinni, við stofuhita, saman við og þeytið í 2-3
- mínútur.
Sítrónufylling
- 70 ml sítrónusafi
- 3 tsk. sítrónubörkur
- 75 g sykur
- 4 stk. eggjarauður
- 45 g smjör
Aðferð:
- Byrjið á því að setja öll hráefnin í skál yfir vatnsbað.
- Passið að hræra stanslaust í blöndunni þar til hún fer að þykkna og nær
- rúmlega 70°C hita.
- Sigtið þá blönduna í aðra skál og setjið í kæli.
Samsetning:
- Setjið síðan kökuna saman með þunnu lagi af kremi utan um hana.
- Setjið loks kökuna í kæli í smá stund áður en þið haldið er áfram að setja krem og
- skreyta hana.
- Skreytið eins og ykkur langar til og berið hana fram á töfrandi og bleikan hátt.
- Sylvía skreytti sína köku til dæmis með bleikum makkarónum, kökuperluskrauti og öðru skemmtilegu skrauti.