„Ég hef ekki boðið mig fram en það hefur verið komið að máli við mig eins og menn segja,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari spurður hvort hann íhugi framboð í komandi þingkosningum.
„Ég hef ekki boðið mig fram en það hefur verið komið að máli við mig eins og menn segja,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari spurður hvort hann íhugi framboð í komandi þingkosningum.
„Ég hef ekki boðið mig fram en það hefur verið komið að máli við mig eins og menn segja,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari spurður hvort hann íhugi framboð í komandi þingkosningum.
„Ef einhver telur sig hafa not fyrir mig og skoðanir mínar fara saman með þeim flokki þá útiloka ég ekki framboð. Það hefur verið haft samband við mig en hingað til hef ég afþakkað en ég er samt opinn fyrir öllu. Eins og hefur komið fram hef ég skoðanir og er kannski of duglegur að tjá þær,“ segir Helgi Magnús við mbl.is.
Helgi Magnús segist aldrei hafa verið á pólitíska sviðinu og hann hafi ekki sterkar meiningar um ágæti sitt á því sviði.
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tók þá ákvörðun í síðasta mánuði að hafna beiðni Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara um að Helgi Magnús yrði leystur frá störfum tímabundið vegna ummæla hans í garð hinsegin fólks og útlendinga.
Guðrún sagði í samtali við mbl.is eftir að hún tók ákvörðunina að það væri hennar skoðun að ummæli Helga hefðu verið óviðeigandi og ekki í samræmi við stöðu hans. Þau hefðu hins vegar verið látin falla við sérstakar aðstæður.
Helgi er ekki tekinn starfa á nýjan leik. Hann segist vera í leyfi en reiknar með að koma aftur til starfa í næsta mánuði.