Yulia Navalnaía, ekkja rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnís, vonar að Vladimír Pútín Rússlandsforseti fari einn dag frá því að vera „keisari Rússlands yfir í að vera venjulegur fangi“.
Yulia Navalnaía, ekkja rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnís, vonar að Vladimír Pútín Rússlandsforseti fari einn dag frá því að vera „keisari Rússlands yfir í að vera venjulegur fangi“.
Yulia Navalnaía, ekkja rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnís, vonar að Vladimír Pútín Rússlandsforseti fari einn dag frá því að vera „keisari Rússlands yfir í að vera venjulegur fangi“.
Navalnaía hét því í viðtali við breska blaðið The Sunday Times að halda áfram starfi eiginmanns síns en ætlar ekki að snúa aftur til Rússlands til þess.
Alexei Navalní lést í fangelsi í febrúar eftir að hafa í mörg ár verið helsti andstæðingur Pútíns.
Navalnaía sagðist í viðtalinu aldrei hafa rætt um að leiða rússnesku stjórnarandstöðuna færi svo að eiginmaður hennar myndi deyja.
„Ég held að hann hefði viljað að ég héldi mig fjarri þessum pólitísku og hættulegu hlutum,“ sagði hún en æviminningar Navalnís koma út á morgun.
„En þú áttar þig á því að þú hefur ekkert val. Auðvitað gætirðu ekki sagt neitt en það er ekki ég. Ég gæti aldrei gefið Rússland upp á bátinn.“
Í viðtali við BBC sagðist Navalnaía jafnframt hafa hug því að bjóða sig fram í kosningum í Rússlandi þegar rétti tíminn gæfist.