Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi og leiðtogi Sósíalistaflokks Íslands í komandi þingkosningum, sat fyrir svörum í nýjasta þætti Spursmála sem sýndur var fyrr í dag.
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi og leiðtogi Sósíalistaflokks Íslands í komandi þingkosningum, sat fyrir svörum í nýjasta þætti Spursmála sem sýndur var fyrr í dag.
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi og leiðtogi Sósíalistaflokks Íslands í komandi þingkosningum, sat fyrir svörum í nýjasta þætti Spursmála sem sýndur var fyrr í dag.
Auk Sönnu mættu í settið þingframbjóðendurnir Snorri Másson, sem sækist eftir oddvitasæti á lista Miðflokksins í Reykjavík, og Guðmundur Ari Sigurjónsson, sem að öllu óbreyttu mun skipa annað sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, og rýndu helstu fréttir í líðandi viku.
Upptöku af þættinum má sjá í spilaranum hér að ofan, á Spotify og YouTube og er öllum aðgengileg.
Í kappi við tímann
Öll stjórnmálaöfl landsins keppa nú við tímann við að stilla upp framboðslistum fyrir komandi alþingiskosningar eftir að upp úr ríkisstjórnarsamstarfinu slitnaði um miðjan októbermánuð. Ljóst er að um snarpa kosningabaráttu er að ræða sem hefur nú þegar haft umtalsverðar breytingar í för með sér á uppstilltum listum flokkanna.
Sósíalistar munu ekki mælast inni á þingi sé litið til skoðanakönnunar Prósents sem kynnt var í Spursmálum síðastliðinn föstudag. Þar mældist flokkurinn með 4,2% fylgi sem dugir ekki til að ná inn á þig þar sem lágmarkið er 5% fylgi.
Sanna Magdalena hyggst nú leggja allt sitt kapp á að auka fylgi flokksins á landsvísu og ná inn manni.
Ekki missa af spennandi og upplýsandi kosningaumræðu í Spursmálum hér á mbl.is alla þriðjudaga og föstudaga fram að þingkosningum þann 30. nóvember.