„Ánægður með að við höfum náð þessum áfanga“

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 22. október 2024

„Ánægður með að við höfum náð þessum áfanga“

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir það mikil tímamót að búið sé að opna aðgengi fyrir almenning að Grindavíkurbæ á nýjan leik og segist hann ánægður með að þessum áfanga hafi verið náð.

„Ánægður með að við höfum náð þessum áfanga“

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 22. október 2024

„Ég er mjög ánægður með að við höfum náð þessum …
„Ég er mjög ánægður með að við höfum náð þessum áfanga að opna bæinn,“ segir Bjarni, en það var líf og fjör við höfnina í gær. Samsett mynd/mbl.is/Eyþór

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir það mikil tímamót að búið sé að opna aðgengi fyrir almenning að Grindavíkurbæ á nýjan leik og segist hann ánægður með að þessum áfanga hafi verið náð.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir það mikil tímamót að búið sé að opna aðgengi fyrir almenning að Grindavíkurbæ á nýjan leik og segist hann ánægður með að þessum áfanga hafi verið náð.

Grindavíkurbær hefur verið lokaður meira og minna frá því bærinn var rýmdur þann 10. nóvember en nú aðgengi að Grindavík hindrunarlaust. Klukkan 6 í gærmorgun var bærinn opnaður.

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagði við fjölmiðla í gær að upplýsingagjöf yfirvalda til almennings vegna opnunar bæjarins hafi valdið honum áhyggjum en engin upplýsingaskilti hafa verið sett upp fyrir ferðamenn til að vara þá við þær hættur sem leynast í og við bæinn.

Lengi verið á dagskrá að geta opnað

„Það hefur verið lengi á dagskrá að geta opnað og þessi langi undirbúningur sem hefur verið að þessari opnun hefur sýnt okkur að það er að mörgu að hyggja. Við höfum viljað tryggja fyrst og fremst að allar flóttaleiðir séu öruggar. Við höfum einbeitt okkur að því að laga innviðina og höfum stöðugt verið að skoða mat á hættunni sem almannavarnir og Veðurstofan eru með augun á,“ segir Bjarni.

Hann segir að sjálfsögðu sé gert ráð fyrir því að það geti komið til þess að það þurfi að rýma bæinn en á grundvelli þeirrar reynslu sem hafi fengist undanfarið ár þá sé full langt gengið að takmarka verulega aðgengið að bænum eins og hafi þurft að gera.

„Nú er bráðum ár liðið frá því eldarnir ógnuðu Grindavík og rýma þurfti bæinn. Ég er mjög ánægður með að við höfum náð þessum áfanga að opna bæinn. Það verður að sjálfsögðu að líta eftir ábendingum til dæmis frá lögreglunni um atriði sem þurfa að vera rétt útfærð en þetta var stór og gleðilegur dagur í gær fyrir alla sem hafa hagsmuni þarna á svæðinu,“ segir Bjarni.

mbl.is