Boða til verkfalls í Garðaskóla

Kjaraviðræður | 22. október 2024

Boða til verkfalls í Garðaskóla

Verkfall hefur verið samþykkt í Garðaskóla í Garðabæ með öllum greiddum atkvæðum.

Boða til verkfalls í Garðaskóla

Kjaraviðræður | 22. október 2024

Verkfallið hefst að óbreyttu 25. nóvember.
Verkfallið hefst að óbreyttu 25. nóvember. mbl.is/Kristinn Magnússon

Verkfall hefur verið samþykkt í Garðaskóla í Garðabæ með öllum greiddum atkvæðum.

Verkfall hefur verið samþykkt í Garðaskóla í Garðabæ með öllum greiddum atkvæðum.

Þar með hafa verkfallsaðgerðir verið samþykktar í ellefu skólum; fjórum grunnskólum, fjórum leikskólum, tveimur framhaldsskólum og einum tónlistarskóla.

Frá þessu greinir Kennarasambandið í tilkynningu.

Verkfall við Garðaskóla er tímabundið og hefst að óbreyttu 25. nóvember. Stendur það til 20. desember, hafi samningar ekki náðst.

Aðgerðir í níu skólum hefjast 29. október og í tíunda skólanum 11. nóvember.

mbl.is