Á þriðja tug leiðtoga heimsins safnast saman í Rússland í dag þegar þriggja daga ráðstefna BRICS-hópsins hefst. Hópurinn samanstendur af þjóðum sem rússnesk stjórnvöld vonast til að geti boðið vesturveldum birginn.
Á þriðja tug leiðtoga heimsins safnast saman í Rússland í dag þegar þriggja daga ráðstefna BRICS-hópsins hefst. Hópurinn samanstendur af þjóðum sem rússnesk stjórnvöld vonast til að geti boðið vesturveldum birginn.
Á þriðja tug leiðtoga heimsins safnast saman í Rússland í dag þegar þriggja daga ráðstefna BRICS-hópsins hefst. Hópurinn samanstendur af þjóðum sem rússnesk stjórnvöld vonast til að geti boðið vesturveldum birginn.
Ráðstefnan er sú fjölmennasta af þessum toga síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Vladimír Pútín Rússlandsforseti vill með henni sýna fram á að tilraunir vestrænna ríkja til að einangra Rússa vegna stríðsins í Úkraínu hafi mistekist.
Kínverski leiðtoginn Xi Jinping, indverski forsætisráðherrann Narendra Modi og tyrkneski forsetinn Recep Tayyip Erdogan, sem eru allir mikilvægir samherjar Rússa, verða allir viðstaddir ráðstefnuna, sem er haldin í borginni Kazan í vesturhluta Rússlands.
Pútín, Modi, Xi og Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, eru þegar mættir til Kazan.
Lykilríki í BRICS eru Brasilía, Rússland, Indland, Kína og Suður-Afríka. Eitt stærsta málið á dagskrá ráðstefnunnar er hugmynd Pútíns um nýtt greiðslukerfi sem kæmi í staðinn fyrir SWIFT, alþjóðlega greiðslukerfið, sem Rússum var meinaður aðgangur að árið 2022. Einnig verður rætt um stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs.