Rúrik púttaði með pápa á Spáni

Spánn | 22. október 2024

Rúrik púttaði með pápa á Spáni

Rúrik Gíslason, tónlistarmaður, leikari og fyrrverandi knattspyrnumaður, skellti sér til Spánar nú á dögunum og átti þar sólríkar stundir. Kappinn deildi skemmtilegum myndum frá ferðalagi sínu á Instagram í gærdag og gaf fylgjendum sínum innsýn í líf sannkallaðrar stórstjörnu.

Rúrik púttaði með pápa á Spáni

Spánn | 22. október 2024

Góðar stundir.
Góðar stundir. Samsett mynd

Rúrik Gíslason, tónlistarmaður, leikari og fyrrverandi knattspyrnumaður, skellti sér til Spánar nú á dögunum og átti þar sólríkar stundir. Kappinn deildi skemmtilegum myndum frá ferðalagi sínu á Instagram í gærdag og gaf fylgjendum sínum innsýn í líf sannkallaðrar stórstjörnu.

Rúrik Gíslason, tónlistarmaður, leikari og fyrrverandi knattspyrnumaður, skellti sér til Spánar nú á dögunum og átti þar sólríkar stundir. Kappinn deildi skemmtilegum myndum frá ferðalagi sínu á Instagram í gærdag og gaf fylgjendum sínum innsýn í líf sannkallaðrar stórstjörnu.

Rúrik eyddi meðal annars tíma með föður sínum, Gísla Kristóferssyni húsasmíðameistara, og skelltu feðgarnir sér í golf í góða veðrinu.

„Póstkort frá ES.

Ég átti vikufrí á milli verkefna....svona fór það,” skrifaði hann við færsluna.

Eftirsóttur og með ótal verkefni í bígerð

Rúrik er ansi eftirsóttur um þessar mundir og með ótal verkefni í bígerð. Hann lauk nýverið tökum á nýrri Netflix-mynd.

Kvik­mynd­in er ekki enn kom­in með nafn en er und­ir leik­stjórn Marco Pe­try. Ásamt Rúrik eru leik­ar­ar á borð við Al­exöndru Mariu Löru, Devid Striesow, Önnu Herr­mann, Doğu Gürer og Kerim Waller sem fara með hlut­verk í mynd­inni.

Rúrik fer með hlutverk hundaþjálf­ar­ans og gúrús­ins Nod­en, sem tek­ur að sér að hjálp­a fimm furðuleg­um hunda­eig­end­um í aust­ur­rísku ölp­un­um að um­gang­ast þrjóska fer­fætl­inga sína og beit­ir óvenju­leg­um aðferðum.

mbl.is