Segir tímarammann áskorun

Fjárlög 2025 | 22. október 2024

Segir tímarammann áskorun

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og innviðaráðaherra í starfstjórninni, segir tímaramman áskorun fyrir stjórnina að koma fjárlagafrumvarpinu í gegn fyrir þinglok en kosið verður til Alþingis laugardaginn 30. nóvember.

Segir tímarammann áskorun

Fjárlög 2025 | 22. október 2024

Sigurður Ingi Jóhannsson.
Sigurður Ingi Jóhannsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og innviðaráðaherra í starfstjórninni, segir tímaramman áskorun fyrir stjórnina að koma fjárlagafrumvarpinu í gegn fyrir þinglok en kosið verður til Alþingis laugardaginn 30. nóvember.

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og innviðaráðaherra í starfstjórninni, segir tímaramman áskorun fyrir stjórnina að koma fjárlagafrumvarpinu í gegn fyrir þinglok en kosið verður til Alþingis laugardaginn 30. nóvember.

„Við fórum strax í það í fjármálaráðuneytinu að miða við það ef þingið hefði hug á því reyna ljúka því 15. nóvember hvernig við þyrftum þá að spóla tímann aftur og hvaða tímaramma við hefðum. Á þessum ríkistjórnarfundi var ég því með fjáraukafrumvarp, frumvarp um kílómetragjöld, bandorm tvö, frumvarp varðandi stuðningslán til Grindavíkur og fleiri fjárlagatengd mál,“ sagði Sigurður Ingi við mbl.is eftir fund starfstjórnarinnar í dag.

Sigurður segir að unnið sé hörðum höndum að því geta lokið yfirferð vegna annarrar umræðu fjárlaga og hann vonast til þess að geta verið með það til umræðu í ríkisstjórn á þriðjudaginn. Það þýði að hægt verði að koma öllum gögnum til fjárlaganefndar og efnahags- og viðskiptanefndar á eins góðum tíma og hægt er.

Fundaði með öllum formönnum

„Ég hafði frumkvæði að því að boða formenn allra stjórnmálaflokka til samtals um þetta í gær og ég gat ekki betur heyrt en það væru allir samstíga í því að það væri eðlilegt að reyna að afgreiða fjárlögin og fjárlagatengd mál. En það kannski ekki mikill hugur í að afgreiða mörg önnur mál sem ég hef fullan skilning á við þessar tímaaðstæður,“ segir Sigurður.

mbl.is