Skora á stjórn að undirbúa verkfallsboðun

Kjaraviðræður | 22. október 2024

Skora á stjórn að undirbúa verkfallsboðun

Á fundi Læknafélags Íslands í gærkvöldi var skorað á stjórn og samninganefnd félagsins um að undirbúa verkfallsboðun ef ekki semst í kjaradeilu við ríkið á næstu dögum.

Skora á stjórn að undirbúa verkfallsboðun

Kjaraviðræður | 22. október 2024

Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélag Íslands.
Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélag Íslands. mbl.is/Sigurður Bogi

Á fundi Læknafélags Íslands í gærkvöldi var skorað á stjórn og samninganefnd félagsins um að undirbúa verkfallsboðun ef ekki semst í kjaradeilu við ríkið á næstu dögum.

Á fundi Læknafélags Íslands í gærkvöldi var skorað á stjórn og samninganefnd félagsins um að undirbúa verkfallsboðun ef ekki semst í kjaradeilu við ríkið á næstu dögum.

RÚV greinir frá þessu en Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélagsins, segir að á fundinum hafi fundarmenn rætt um það að boða til verkfalls ef ekki semst á næstu dögum. 

„Fólki finnst bara að þolinmæðin sem við höfum sýnt sé á þrotum og að það verði að fara að knýja fram einhvers konar svör frá ríkinu,“ segir Steinunn.

Kjaradeilunni var vísað til ríkissáttasemjara í mars en samningar hafa ekki enn náðst.

Steinunn sagði í samtali við mbl.is í ágúst að viðræður hefðu verið hjá ríkissáttasemjara frá því í byrjun apríl og að samtalið hefði verið virkt og mikið fundað. Þegar hún var spurð hverjir færu í verkfall, kæmi til verkfalls á annað borð, sagði hún að það yrðu læknar í opinbera geiranum en hvorki sjálfstætt starfandi læknar og stofur, né einkareknar heilsugæslustöðvar.

mbl.is