„Það eru margir sem hafa ýjað að því, hvort þetta sé ekki bara næsta skref hjá mér,“ sagði körfuknattleikskonan fyrrverandi Dagný Lísa Davíðsdóttir í Dagmálum.
„Það eru margir sem hafa ýjað að því, hvort þetta sé ekki bara næsta skref hjá mér,“ sagði körfuknattleikskonan fyrrverandi Dagný Lísa Davíðsdóttir í Dagmálum.
„Það eru margir sem hafa ýjað að því, hvort þetta sé ekki bara næsta skref hjá mér,“ sagði körfuknattleikskonan fyrrverandi Dagný Lísa Davíðsdóttir í Dagmálum.
Dagný Lísa, sem er 27 ára gömul, lagði skóna óvænt á hilluna í sumar en hún var meðal annars valin besti leikmaður úrvalsdeildarinnar tímabilið 2021-22.
Dagný Lísa er dóttir Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra en hún var meðal annars spurð að því hvort að framtíð hennar lægi í stjórnmálum.
„Ég hef alltaf verið með sterkar skoðanir en ég hef ekki verið mikið fyrir það að deila þeim í seinni tíð,“ sagði Dagný Lísa.
„Kannski breytist það einn daginn og ég byrja að rífa mig. Á sama tíma er ég mikið miðjubarn og er mikið að hugsa um það alltaf að halda öllum góðum í kringum mig.
Ég ber mjög mikla virðingu fyrir mömmu og því starfi sem hún sinnir en fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því að ég bjóði mig fram á næstunni,“ sagði Dagný Lísa meðal annars.