Þurfa ekki að hafa áhyggjur af mögulegu framboði

Dagmál | 22. október 2024

Þurfa ekki að hafa áhyggjur af mögulegu framboði

„Það eru margir sem hafa ýjað að því, hvort þetta sé ekki bara næsta skref hjá mér,“ sagði körfuknattleikskonan fyrrverandi Dagný Lísa Davíðsdóttir í Dagmálum.

Þurfa ekki að hafa áhyggjur af mögulegu framboði

Dagmál | 22. október 2024

„Það eru margir sem hafa ýjað að því, hvort þetta sé ekki bara næsta skref hjá mér,“ sagði körfuknattleikskonan fyrrverandi Dagný Lísa Davíðsdóttir í Dagmálum.

„Það eru margir sem hafa ýjað að því, hvort þetta sé ekki bara næsta skref hjá mér,“ sagði körfuknattleikskonan fyrrverandi Dagný Lísa Davíðsdóttir í Dagmálum.

Dagný Lísa, sem er 27 ára gömul, lagði skóna óvænt á hilluna í sumar en hún var meðal annars valin besti leikmaður úrvalsdeildarinnar tímabilið 2021-22.

Alltaf verið með sterkar skoðanir

Dagný Lísa er dóttir Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra en hún var meðal annars spurð að því hvort að framtíð hennar lægi í stjórnmálum.

„Ég hef alltaf verið með sterkar skoðanir en ég hef ekki verið mikið fyrir það að deila þeim í seinni tíð,“ sagði Dagný Lísa.

„Kannski breytist það einn daginn og ég byrja að rífa mig. Á sama tíma er ég mikið miðjubarn og er mikið að hugsa um það alltaf að halda öllum góðum í kringum mig.

Ég ber mjög mikla virðingu fyrir mömmu og því starfi sem hún sinnir en fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því að ég bjóði mig fram á næstunni,“ sagði Dagný Lísa meðal annars.

Viðtalið við Dagnýju Lísu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Mægðurnar Dagný Lísa Davíðsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra.
Mægðurnar Dagný Lísa Davíðsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra. mbl.is/Hallur Már
mbl.is