Var vigtuð á miðju eldhúsgólfinu

Poppkúltúr | 22. október 2024

Var vigtuð á miðju eldhúsgólfinu

Bandaríska leikkonan Chrissy Metz, best þekkt fyrir hlutverk sitt í þáttaröðinni This Is Us, var gestur í hlaðvarpsþættinum The Jamie Kern Lima Show nú á dögunum og ræddi meðal annars um áralanga baráttu hennar við ofþyngd og offitu.

Var vigtuð á miðju eldhúsgólfinu

Poppkúltúr | 22. október 2024

Chrissy Metz opnaði sig um áralanga baráttu hennar við ofþyngd.
Chrissy Metz opnaði sig um áralanga baráttu hennar við ofþyngd. Ljósmynd/AFP

Bandaríska leikkonan Chrissy Metz, best þekkt fyrir hlutverk sitt í þáttaröðinni This Is Us, var gestur í hlaðvarpsþættinum The Jamie Kern Lima Show nú á dögunum og ræddi meðal annars um áralanga baráttu hennar við ofþyngd og offitu.

Bandaríska leikkonan Chrissy Metz, best þekkt fyrir hlutverk sitt í þáttaröðinni This Is Us, var gestur í hlaðvarpsþættinum The Jamie Kern Lima Show nú á dögunum og ræddi meðal annars um áralanga baráttu hennar við ofþyngd og offitu.

Metz, sem hefur verið í ofþyngd frá því í æsku, rifjaði upp erfiða tíma og sagði að hún hafi verið aðeins 12 ára gömul þegar stjúpfaðir hennar byrjaði að vigta hana á miðju eldhúsgólfinu. 

„Kannski var hann bara hræddur. En jú, ég upplifði andlegt og líkamlegt ofbeldi sem barn af hálfu stjúpföður míns,“ útskýrði Metz sem sagði þessar minningar vera eins og opin sár sem blæði af og til.

„Skar mig greinilega úr hópnum“

Leikkonan, sem er í dag 44 ára, ræddi einnig um unglingsárin og sagðist oft hafa upplifað sig eina á báti. 

„Ég skar mig greinilega úr hópnum, leit alls ekki út eins og vinkonur mínar. Ég stóð á hliðarlínunni þegar við fórum að versla og mér leið stundum eins og ég væri ósýnileg.“



mbl.is