Búið að afgreiða biðleikinn

Kjaraviðræður | 23. október 2024

Búið að afgreiða biðleikinn

Gísli Hall, lögmaður Kennarasambands Íslands, segist fagna niðurstöðu Félagsdóms sem úrskurðaði í morgun að verkfallsboðun kennara sé lögmæt.

Búið að afgreiða biðleikinn

Kjaraviðræður | 23. október 2024

Gísli Hall, lögmaður Kennarasambandsins, í Landsrétti í morgun.
Gísli Hall, lögmaður Kennarasambandsins, í Landsrétti í morgun. mbl.is/Hákon

Gísli Hall, lögmaður Kennarasambands Íslands, segist fagna niðurstöðu Félagsdóms sem úrskurðaði í morgun að verkfallsboðun kennara sé lögmæt.

Gísli Hall, lögmaður Kennarasambands Íslands, segist fagna niðurstöðu Félagsdóms sem úrskurðaði í morgun að verkfallsboðun kennara sé lögmæt.

Lögmaðurinn segir að með úrskurðinum sé búið að afgreiða þann biðleik sem þetta mál hafi verið og hann vonar að aðilum gangi vel að ná lausn í kjaradeilunni.

Kröfurnar ekki fengið almennilega meðferð

„Því var haldið fram af sveitarfélögunum að Kennarasambandið hefði ekki sett fram neinar kröfur í málinu og þess vegna ekki í rétti til að boða verkfall en Kennarasambandið lagði fram gögn um það að allt frá byrjun janúar hafi verið settar fram kröfur sem hafi ekki fengið neina almennilega meðferð,“ segir Gísli við mbl.is.

Gísli segir að þar af leiðandi hafi þetta ekki verið rétt hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga að ekki hafi verið settar fram kröfur og það sé staðfest með úrskurði Félagsdóms.

Hann segir að viðræðunefnd hjá Kennarasambandi sé með forræðið í samningaviðræðunum og það sé ekki hans sem lögmanns að tjá sig um stöðu mála.

Launamunurinn hafi verið skilinn eftir

„Rót þessa máls er að árið 2016 var gert samkomulag milli ríkis, sveitarfélaga og samtaka opinbera starfsmanna, BHM, BSRB og KÍ, um að það ætti að jafna launmun milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins. Á móti ætti að breyta lífeyrisréttindum,“ segir Gísli.

Hann segir að menn hafi verið fljótir að breyta lífeyrisréttindum en skilið launamuninn eftir.

„Það kom fram hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í þessu máli að þetta væri óleysanlegt verkefni en þetta væri skuldbinding og eina leið Kennarasambandsins til að fá efndir á þeirri skuldbindingu væri í gegnum kjarasamninga. Það er tekið fram í samkomulaginu frá árinu 2016.“

mbl.is