„Ég er hættur í megrun“

Dagmál | 23. október 2024

„Ég er hættur í megrun“ – Lífið er núna

„Ég er hættur í megrun. Núna er ég alveg hættur í megrun. Ég er búinn að vera meira og minna í megrun alveg frá því að ég var um þrítugt. Nú er ég bara búinn með þennan kafla,“ segir gestur Dagmála í dag, geðlæknirinn Óttar Guðmundsson.

„Ég er hættur í megrun“ – Lífið er núna

Dagmál | 23. október 2024

„Ég er hættur í megrun. Núna er ég alveg hættur í megrun. Ég er búinn að vera meira og minna í megrun alveg frá því að ég var um þrítugt. Nú er ég bara búinn með þennan kafla,“ segir gestur Dagmála í dag, geðlæknirinn Óttar Guðmundsson.

„Ég er hættur í megrun. Núna er ég alveg hættur í megrun. Ég er búinn að vera meira og minna í megrun alveg frá því að ég var um þrítugt. Nú er ég bara búinn með þennan kafla,“ segir gestur Dagmála í dag, geðlæknirinn Óttar Guðmundsson.

Hann leggur að sama skapi áherslu á það að lífið sé núna. Þessi ummæli hans koma í framhaldi af umræðu um áhyggjur fólks við að eldast og hrörna. Fjölmargir sem glíma við ótta við ellina hafa leitað aðstoðar hjá Óttari. Sjálfur er hann að glíma við sjúkdóma og aldurinn er að færast yfir.

Læt það eftir mér

Hann leggur áherslu á að við eigum bara daginn í dag vísan og svo kemur nýr dagur með nýjum ákvörðunum og nýjum veruleika.

Í ljósi þessa er hann hættur í megrun. Alveg steinhættur. Lyfin sem hann tekur framkalla oft sykurfall þegar líður á kvöld. Þá fær hann óseðjandi löngun í ís. „Ég læt það eftir mér,“ segir geðlæknirinn.

Kótelettur í raspi með rabarbarasultu og miklu af grænum baunum er ekki á bannlista. Boðskapurinn er einfaldur. Njóta dagsins í dag því morgundagurinn er ekki alltaf öruggur.

Hið óumflýjanlega

Óttar ræðir kvíðann og áhyggjurnar og hvernig mögulegt sé að meðhöndla ellikvíða. Dæmi eru um að fólk fari á þunglyndislyf ef kvíðinn tekur yfirhöndina en oft duga samtöl og umræða um hið óumflýjanlega.

Í þeim hluta viðtalsins sem hér birtist fer geðlæknirinn yfir þessa ákvörðun sína og segir dæmisögu sem að hluta til stuðlaði að þessu hugarfari sem hann hefur tileinkað sér. „Ég er hættur í megrun.“

Viðtalið í heild sinni er aðgengilegt fyrir áskrifendur Morgunblaðsins.

mbl.is