Í gærkvöldi var haldin hátíðarkvöldverður UIBC þar sem verðlaunin í ár voru afhent fyrir heimsbakara ársins og kökugerðarmann ársins. Við tilfinningaþrungna athöfn var Elisabete Ferreira frá Portúgal verðlaunuð sem heimsbakari ársins 2024 og Florian Löwer frá Þýskalandi sem kökugerðarmaður ársins 2024. Elisabete er jafnframt fyrsta konan í heiminum sem er útnefnd bakari ársins.
Í gærkvöldi var haldin hátíðarkvöldverður UIBC þar sem verðlaunin í ár voru afhent fyrir heimsbakara ársins og kökugerðarmann ársins. Við tilfinningaþrungna athöfn var Elisabete Ferreira frá Portúgal verðlaunuð sem heimsbakari ársins 2024 og Florian Löwer frá Þýskalandi sem kökugerðarmaður ársins 2024. Elisabete er jafnframt fyrsta konan í heiminum sem er útnefnd bakari ársins.
Í gærkvöldi var haldin hátíðarkvöldverður UIBC þar sem verðlaunin í ár voru afhent fyrir heimsbakara ársins og kökugerðarmann ársins. Við tilfinningaþrungna athöfn var Elisabete Ferreira frá Portúgal verðlaunuð sem heimsbakari ársins 2024 og Florian Löwer frá Þýskalandi sem kökugerðarmaður ársins 2024. Elisabete er jafnframt fyrsta konan í heiminum sem er útnefnd bakari ársins.
Sjá nánar hér.
Sigurður Már Guðjónsson, formaður Landssambands bakarameistara, er í stjórn UIBC og hefur lengi barist fyrir að jafna hlut kynjanna og fékk ósk sína uppfyllta bæði í fyrra þegar Nina Métayer vann og Elisabete í ár. Jafnframt var hin heimsþekkta Métayer frá Frakklandi sem var útnefnd kökugerðarmaður ársins í fyrra, tekin inn sem nýr meðlimur í UIBC SELECT CLUB.
„Það er gaman að segja frá því að á heimsþingi UIBC sem var haldið í Reykjavík 10. september árið 2022 var hið nýja heiðursstig „UIBC SELECT CLUB“ eða klúbbur hinna útvöldu, sem er alþjóðleg frægðarhöll bakara og kökugerðarmanna, stofnað,“ segir Sigurður Már.
„Á vormánuðum árið 2023 hafði öll vinna dregist og ég var fenginn til að koma klúbbnum á laggirnar og hanna alla umgjörð,“ bætir Sigurður Már við.
Vann Sigurður við setja saman lög og allar reglur og auk þess sem hann hannaði merki hins nýja klúbbs sem og heiðursmerki en það vann hann í samstarfi við José Miguel PECOS sem er konunglegur gullsmiður Spánar. Sigurður var svo, þann 23. október 2023, eða fyrir sléttu ári síðan, tekinn fyrstur manna í klúbbinn og sæmdur heiðursmerki UIBC Select Club númer 1.
Á erlendri grundu þykir mikill heiður að vera valinn heimsbakari og kökugerðarmaður og komast í hóp þessa aðila sem titilinn hafa hlotið.
Hægt að fylgjast með hinni heimsþekktu Ninu Métayer hér.