Giuliani gert að afhenda íbúð sína

Giuliani gert að afhenda íbúð sína

Dómari hefur fyrirskipað Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóra í New York, að skila íbúð sinni á Manhattan og öðrum verðmætum til tveggja kosningastarfsmanna í Georgíu en málið er hluti af meiðyrðamáli.

Giuliani gert að afhenda íbúð sína

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti | 23. október 2024

Rudy Giuliani.
Rudy Giuliani. AFP

Dómari hefur fyrirskipað Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóra í New York, að skila íbúð sinni á Manhattan og öðrum verðmætum til tveggja kosningastarfsmanna í Georgíu en málið er hluti af meiðyrðamáli.

Dómari hefur fyrirskipað Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóra í New York, að skila íbúð sinni á Manhattan og öðrum verðmætum til tveggja kosningastarfsmanna í Georgíu en málið er hluti af meiðyrðamáli.

Á síðasta ári kærðu kosningastarfsmennirnir, Ruby Freeman og Shaye Moss, Giuliani, sem er fyrrverandi lögmaður Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, en hann hafði ranglega sakað þær um að hafa fiktað við atkvæði í forsetakosningunum árið 2020.

Giuliani var gert að greiða 140 milljónir dollara í skaðabætur í meiðyrðamáli en starfsmennirnir sögðust hafa fengið líflátshótanir eftir að Giuliani sakaði þær um kosningasvindl. Borgarstjórinn fyrrverandi óskaði eftir gjaldþrotaskiptum en dómari vísaði málinu frá.

Auk íbúðarinnar úrskurðaði alríkisdómarinn að Giuliani yrði að afhenda þeim Freeman og Moss Moss íbúð sína, sem er metin á rúmlega fimm milljónir dollara, eða á yfir 700 milljónir íslenskra króna, meira en 20 úr, Mercedes Benz-bifreið sína og aðra persónulega hluti, að sögn BBC. 

Giuliani hefur sjö daga til að afhenda eigur sínar. Lögmenn Giulianis hafa áfrýjað úrskurðinum.

mbl.is