Hollendingar taka þátt í Eurovision eftir brottvísun

Eurovision | 23. október 2024

Hollendingar taka þátt í Eurovision eftir brottvísun

Hollendingar ætla að taka þátt í Eurovision í Basel í Sviss á næsta ári.

Hollendingar taka þátt í Eurovision eftir brottvísun

Eurovision | 23. október 2024

Söngvarinn Joost Klein fór í Eurovision með lagið Europapa.
Söngvarinn Joost Klein fór í Eurovision með lagið Europapa. AFP/Jessica Gow

Hollendingar ætla að taka þátt í Eurovision í Basel í Sviss á næsta ári.

Hollendingar ætla að taka þátt í Eurovision í Basel í Sviss á næsta ári.

Frá þessu greindi hollenska ríkisútvarpið frá í dag. 

Mikil óvissa hefur verið um hvort Holland muni taka þátt í keppninni á næsta ári eftir að Joost Klein, Eurovision-fari Hollendinga á þessu ári, var vísað úr keppni vegna ásakana um hótanir og ofbeldi í garð myndatökukonu á keppninni. 

Klein var boðið að taka þátt í keppninni í ár fyrir hönd Hollands en hafnaði því. 

„Við vorum með allt tilbúið fyrir keppnina en þetta er ekki rétt. Ég er þakklátur fyrir alla ástina alls staðar að úr heiminum en keppnin í ár hefur enn mikil áhrif á mig og ég þarf lengri tíma til að jafna mig,“ skrifaði Klein í færslu á Instagram. 

View this post on Instagram

A post shared by Joost Klein (@joostklein)

Heldur fram sakleysi sínu

Atvikið snérist um að Klein hafi verið myndaður eftir flutning á lagi sínu Europapa í undanúrslitum kepnninnar þegar hann var á leiðinni í græna herbergið. Það hafi verið gegn hans vilja og á hann að hafa hreyft sig á ógnandi hátt og beitt konuna ofbeldi.

Klein hefur haldið fram sakleysi sínu og segist ekki hafa snert konuna. 

Atvikið var tilkynnt og í kjölfarið rannsakað af Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) og lögreglunni í Malmö en rannsóknin var síðar felld niður. 

Margra mánaða viðræður

Ágreiningur var á milli hollenska ríkisútvarpsins og Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) um málið en hollenska ríkisútvarpinu fannst refsingin þung og óhófleg.

„Eftir margra mánaða viðræður hefur útvarpsstjóri fengið nægar tryggingar frá EBU fyrir því að skipulagsbreytingar verði gerðar á tónlistarhátíðinni,“ sagði í yfirlýsingu frá hollenska ríkisútvarpinu. 

mbl.is