Íslenska tónlistarundrið Laufey Lín Bing Jónsdóttir mætir á hvíta tjaldið í desember. Greindi hún frá því á Instagram-síðu sinni rétt í þessu.
Íslenska tónlistarundrið Laufey Lín Bing Jónsdóttir mætir á hvíta tjaldið í desember. Greindi hún frá því á Instagram-síðu sinni rétt í þessu.
Íslenska tónlistarundrið Laufey Lín Bing Jónsdóttir mætir á hvíta tjaldið í desember. Greindi hún frá því á Instagram-síðu sinni rétt í þessu.
Tónleikar Laufeyjar Línar sem haldnir voru í Hollywood Bowl í byrjun ágústmánaðar verða sýndir í útvöldum kvikmyndahúsum frá og með 6. desember næstkomandi. Tónlistarkonan steig á svið ásamt Sinfóníuhljómsveitinni í Los Angeles og lék fyrir þúsundir manna.
„Ég trúi því ekki að þetta sé raunverulegt… Laufey's A Night At The Symphony: Hollywood Bowl er væntanleg í kvikmyndahús og IMAX® um allan heim, með takmarkaðar sýningar sem hefjast 6. desember. Miðar fara í sölu 30. október!,“ skrifaði Laufey Lín við færsluna.
Árið hefur verið fjölbreytt og viðburðaríkt hjá íslensku tónlistarkonunni.
Hún hlaut Grammy-verðlaun fyrir plötu sína Bewitched í flokki hefðbundinna söng-poppplatna í byrjun árs, gekk myntugræna dregilinn á Met Gala-viðburðinum í maí og hefur selt upp á hverja tónleikana á fætur öðrum víðs vegar um heiminn.