„Núna er rétti tíminn“ til að ljúka stríðinu

Ísrael/Palestína | 23. október 2024

„Núna er rétti tíminn“ til að ljúka stríðinu

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að „núna er rétti tíminn“ til að binda enda á stríðið á Gasasvæðinu. Hann hvetur Ísrael til að forðast stigmögnun deilna þeirra við Íran.

„Núna er rétti tíminn“ til að ljúka stríðinu

Ísrael/Palestína | 23. október 2024

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AFP/Nathan Howard

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að „núna er rétti tíminn“ til að binda enda á stríðið á Gasasvæðinu. Hann hvetur Ísrael til að forðast stigmögnun deilna þeirra við Íran.

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að „núna er rétti tíminn“ til að binda enda á stríðið á Gasasvæðinu. Hann hvetur Ísrael til að forðast stigmögnun deilna þeirra við Íran.

Ísraelar berjast við Hamas-samtökin á Gasasvæðinu og Hisbollah-samtökin í Líbanon, sem njóta stuðnings Írans. Þeir hafa heitið því að hefna fyrir flugskeytaárásir Írana á Ísrael sem voru gerðar 1. október.

Reykur í Beirút, höfuðborg Líbanons, í gær, eftir loftárás Ísraela.
Reykur í Beirút, höfuðborg Líbanons, í gær, eftir loftárás Ísraela. AFP/Ibrahim Amro

Íbúar yfirgefi Tyre

Ísraelsher hefur hvatt íbúa í borginni Tyre í suðurhluta Líbanons til að yfirgefa borgina vegna yfirvofandi aðgerða sem beinast gegn Hisbollah-samtökunum.

„Síðan 7. október fyrir ári síðan hafa Ísraelar náð flestum hernaðarlegum markmiðum sínum vegna Gasasvæðisins…núna er rétti tíminn til að snúa þessu góða gengi í hernaðarlega velgengni til lengri tíma,“ sagði Blinken, er hann yfirgaf Ísrael. Þar fundaði hann m.a. með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels.

mbl.is