Berglind Hreiðars hjá Gotterí og gersemar er dolfallin aðdáandi hrekkjavökunnar og fer hamförum í að skreyta, búa til kræsingar og taka á móti hræðilegum draugum og óvættum sem berja á dyrnar og heimta grikk eða gott.
Berglind Hreiðars hjá Gotterí og gersemar er dolfallin aðdáandi hrekkjavökunnar og fer hamförum í að skreyta, búa til kræsingar og taka á móti hræðilegum draugum og óvættum sem berja á dyrnar og heimta grikk eða gott.
Berglind Hreiðars hjá Gotterí og gersemar er dolfallin aðdáandi hrekkjavökunnar og fer hamförum í að skreyta, búa til kræsingar og taka á móti hræðilegum draugum og óvættum sem berja á dyrnar og heimta grikk eða gott.
Í tilefni þess að hrekkjavakan er framundan skellti Berglind í eina tegund af ógurlegum kökum sem hún ætlar að bjóða upp á í hrekkjavökupartíinu sínu. Berglind kemur ávallt með eitthvað nýtt á hverju ári og elskar að nostra við allt sem tengist þessari ógurlegu vöku.
„Ég féll fyrir Hrekkjavökunni eftir að hafa búið í Bandaríkjunum í tvö ár fyrir um tíu árum. Þar er allt undirlagt í skreytingum og hefðum og virkilega gaman að fá að kynnast þessu á þann háttinn,“ segir Berglind sposk á svip.
„Við erum alltaf dugleg að skreyta húsið okkar og hér í Leirvogstungunni í Mosfellsbænum er mikil stemning á Hrekkjavökunni. Margir sem skreyta mikið og leggja metnað í þetta sem er svo gaman. Yfirleitt koma á bilinu 200-250 börn í grikk eða gott til okkar svo það þarf alveg manneskju í hurðina til að taka á móti hræðilegum verum þennan dag,“ segir Berglind og hlær.
„Það hefur síðan verið partur af deginum á meðan dætur okkar eru litlar að fara í hrekkjavökupartí með vinkonum sínum. Þá nær maður þeim inn eftir um klukkutíma rölt um hverfið sem er alveg meira en nóg fyrir fullan poka af sælgæti. Þá koma þær saman, fá sér að borða og hafa aðeins kósí áður en heim er haldið. Þær hafa verið jafn spenntar yfir þessu og sjálfu grikk eða gott röltinu.“
Þegar Berglind spurð hvað það sé sem heillar hana mest við hrekkjavökuna segir hún það vera tilbreytinguna. „Gaman að brjóta upp hversdagsleikann og gera eitthvað skemmtilegt. Síðan finnst mér jafn gaman að taka allt skrautið niður og hengja upp jólin, því í mínum huga má byrja á því 1. nóvember eða um leið og hrekkjavakan kveður.“
Berglind elskar fátt meira en að töfra fram hrekkjavökukræsingar og er komin með gott uppskriftasafn.
„Ég hef í gegnum árin reynt að gera einhverja nýja hrekkjavökuuppskrift á hverju ári svo það er komið ágætis safn á síðuna mína en þar er flokkur undir veisluhugmyndum sem heitir Hrekkjavaka. Skrímslakökurnar sem ég deili hér með lesendum Matarvefsins eru einfaldar og góðar og ég er viss um að foreldrar kunna að meta einfaldleikann þegar það kemur að hrekkjavökunni,“ segir Berglind að lokum.
Skrímsla hrískökur
Aðferð: