Pútín fagnar tillögu BRICS-leiðtoga

Úkraína | 23. október 2024

Pútín fagnar tillögu BRICS-leiðtoga

Vladimír Pútín Rússlandsforseti fagnar því að leiðtogar BRICS-ríkjanna hafi boðist til að miðla málum vegna stríðsins í Úkraínu. Hann hefur jafnframt sagt leiðtogunum að hersveitir Rússa sæki fram á vígvellinum.

Pútín fagnar tillögu BRICS-leiðtoga

Úkraína | 23. október 2024

Pútín á ráðstefnunni í morgun.
Pútín á ráðstefnunni í morgun. AFP/Alexander Nemenov

Vladimír Pútín Rússlandsforseti fagnar því að leiðtogar BRICS-ríkjanna hafi boðist til að miðla málum vegna stríðsins í Úkraínu. Hann hefur jafnframt sagt leiðtogunum að hersveitir Rússa sæki fram á vígvellinum.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti fagnar því að leiðtogar BRICS-ríkjanna hafi boðist til að miðla málum vegna stríðsins í Úkraínu. Hann hefur jafnframt sagt leiðtogunum að hersveitir Rússa sæki fram á vígvellinum.

Talsmaður hans greindi frá þessu í morgun.

Margar þjóðir „lýstu yfir vilja til að leggja meira af mörkum“ í að leysa deiluna, er haft eftir Dmitry Peskov, talsmanni Kremlar.

Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, Pútín og Xi Jinping, forseti Kína, …
Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, Pútín og Xi Jinping, forseti Kína, á ráðstefnunni í morgun. AFP/ Alexander Zemlianichenko

BRICS-ráðstefnan hófst í Rússlandi í gær og stendur hún yfir í þrjá daga. Lyk­il­ríki í BRICS eru Bras­il­ía, Rúss­land, Ind­land, Kína og Suður-Afr­íka.

Í einkaviðræðum við aðra leiðtoga lagði Pútín einnig áherslu á „mjög jákvæða þróun í víglínunni á meðal rússneskra hermanna“, sagði Peskov.

Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, Xi Jinping, forseti Kína, og Pútín …
Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, Xi Jinping, forseti Kína, og Pútín á ráðstefnunni í morgun. AFP/Alexander Zemlianichenko
mbl.is