Vladimír Pútín Rússlandsforseti fagnar því að leiðtogar BRICS-ríkjanna hafi boðist til að miðla málum vegna stríðsins í Úkraínu. Hann hefur jafnframt sagt leiðtogunum að hersveitir Rússa sæki fram á vígvellinum.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti fagnar því að leiðtogar BRICS-ríkjanna hafi boðist til að miðla málum vegna stríðsins í Úkraínu. Hann hefur jafnframt sagt leiðtogunum að hersveitir Rússa sæki fram á vígvellinum.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti fagnar því að leiðtogar BRICS-ríkjanna hafi boðist til að miðla málum vegna stríðsins í Úkraínu. Hann hefur jafnframt sagt leiðtogunum að hersveitir Rússa sæki fram á vígvellinum.
Talsmaður hans greindi frá þessu í morgun.
Margar þjóðir „lýstu yfir vilja til að leggja meira af mörkum“ í að leysa deiluna, er haft eftir Dmitry Peskov, talsmanni Kremlar.
BRICS-ráðstefnan hófst í Rússlandi í gær og stendur hún yfir í þrjá daga. Lykilríki í BRICS eru Brasilía, Rússland, Indland, Kína og Suður-Afríka.
Í einkaviðræðum við aðra leiðtoga lagði Pútín einnig áherslu á „mjög jákvæða þróun í víglínunni á meðal rússneskra hermanna“, sagði Peskov.