Saka Verkamannaflokkinn um afskipti af kosningunum

Saka Verkamannaflokkinn um afskipti af kosningunum

Kosningateymi Donalds Trumps, forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, hefur sent inn kvörtun til bandaríska kosningaeftirlitsins (FEC) vegna Verkamannaflokksins í Bretlandi. Hann er sakaður um að hafa afskipti af bandarísku forsetakosningunum með því að styðja kosningabaráttu Kamölu Harris, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins.

Saka Verkamannaflokkinn um afskipti af kosningunum

Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 | 23. október 2024

Donald Trump á kosningafundi í gær.
Donald Trump á kosningafundi í gær. AFP/Anna Moneymaker

Kosningateymi Donalds Trumps, forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, hefur sent inn kvörtun til bandaríska kosningaeftirlitsins (FEC) vegna Verkamannaflokksins í Bretlandi. Hann er sakaður um að hafa afskipti af bandarísku forsetakosningunum með því að styðja kosningabaráttu Kamölu Harris, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins.

Kosningateymi Donalds Trumps, forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, hefur sent inn kvörtun til bandaríska kosningaeftirlitsins (FEC) vegna Verkamannaflokksins í Bretlandi. Hann er sakaður um að hafa afskipti af bandarísku forsetakosningunum með því að styðja kosningabaráttu Kamölu Harris, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins.

Í kvörtuninni er lýst yfir óánægju með samskipti á milli Verkamannaflokksins og kosningateymis Harris, auk þess sem sett er út á störf sjálfboðaliða sem hafi ferðast frá Bretlandi til Bandaríkjanna til að styðja hana. Telur kosningateymið að þetta jafngildi ólöglegum erlendum framlögum til kosningabaráttunnar, að því er BBC greindi frá. 

Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands.
Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands. AFP/Jaimi Joy

Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segir sjálfboðaliða starfa innan Verkamannaflokksins og að þeir styðji kosningabaráttu Harris í frítíma sínum. „Þeir dvelja þarna, að ég held, með öðrum sjálfboðaliðum,” sagði Starmer, þegar hann var spurður út í kvörtun kosningateymisins.

mbl.is