Stuðningslán að hámarki 49 milljónir

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 23. október 2024

Stuðningslán að hámarki 49 milljónir

Stuðningslán sem rekstraraðilar í Grindavík geta sótt um vegna tekjusamdráttar og áhrifa af jarðhræringunum á Reykjanesskaga geta numið allt að 49 milljónum og verið til að hámarki sex ára.

Stuðningslán að hámarki 49 milljónir

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 23. október 2024

Stuðningslán til rekstraraðila í Grindavík geta að hámarki orðið 49 …
Stuðningslán til rekstraraðila í Grindavík geta að hámarki orðið 49 milljónir samkvæmt nýju frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Stuðningslán sem rekstraraðilar í Grindavík geta sótt um vegna tekjusamdráttar og áhrifa af jarðhræringunum á Reykjanesskaga geta numið allt að 49 milljónum og verið til að hámarki sex ára.

Stuðningslán sem rekstraraðilar í Grindavík geta sótt um vegna tekjusamdráttar og áhrifa af jarðhræringunum á Reykjanesskaga geta numið allt að 49 milljónum og verið til að hámarki sex ára.

Getur lánsfjárhæðin numið allt að 20% af tekjum fyrirtækjanna á árinu 2022. Lánin verða veitt með 90% ríkisábyrgð.

Í frumvarpinu kemur einnig fram að tekjur árið 2022 hafi þurft að vera að lágmarki 15 milljónir og að hámarki 1,5 milljarður. Þá eru einnig aðrir skilmálar, svo sem að eigandi fyrirtækisins hafi ekki greitt sér út arð eða óumsamda kaupauka, keypt eigin hlutabréf o.s.frv. frá því að jarðhræringarnar hófust.

Óverðtryggðir vextir

Frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um stuðningslánin var dreift á Alþingi í gær.

Í frumvarpinu er tekið fram að stuðningslán megi aðeins nýta til að standa undir rekstrarkostnaði fyrir fyrirtækin, eða til að byggja upp starfsemi utan Grindavíkurbæjar, telji forsvarsmenn fyrirtækjanna að ekki séu forsendur fyrir áframhaldandi rekstri á svæðinu. Ekki er heimilt að nota lánin til að endurfjármagna önnur lán.

Lánin verða veitt af lánastofnunum, en tekið er fram að vextir skuli vera óverðtryggðir og jafnháir stýrivöxtum Seðlabanka Íslands.

mbl.is