Tyrkneskar hersveitir hafa ráðist á staði tengda kúrdíska verkalýðsflokknum (PKK) í kjölfar sprengjuárásar sem átti sér stað fyrir utan fyrirtæki í flugvéla- og varnarmálaiðnaði nálægt Ankara, höfuðborg Tyrklands, í dag. Árásinni hefur verið lýst sem hryðjuverki.
Tyrkneskar hersveitir hafa ráðist á staði tengda kúrdíska verkalýðsflokknum (PKK) í kjölfar sprengjuárásar sem átti sér stað fyrir utan fyrirtæki í flugvéla- og varnarmálaiðnaði nálægt Ankara, höfuðborg Tyrklands, í dag. Árásinni hefur verið lýst sem hryðjuverki.
Tyrkneskar hersveitir hafa ráðist á staði tengda kúrdíska verkalýðsflokknum (PKK) í kjölfar sprengjuárásar sem átti sér stað fyrir utan fyrirtæki í flugvéla- og varnarmálaiðnaði nálægt Ankara, höfuðborg Tyrklands, í dag. Árásinni hefur verið lýst sem hryðjuverki.
Tyrknesk stjórnvöld segja PKK bera ábyrgð á árásinni en þau hafa ekki gengist við henni.
„Loftárás var gerð gegn hryðjuverkamönnunum í norðurhluta Íraks og Sýrlands og tókst að drepa 32 hryðjuverkamenn,“ sagði í yfirlýsingu varnarmálaráðuneytis Tyrkjalands.
PKK eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök af tyrkneskum stjórnvöldum og Evrópusambandinu.
Fimm létust í árásinni við Ankara og 22 særðust. Varaforseti Tyrklands, Cevdet Yilmaz, sagði að fjórir þeirra látnu væru starfsmenn fyrirtækisins og sá fimmti leigubílstjóri.
Sjö af þeim 22 sem særðust í árásinni eru sérsveitarmenn.
Á myndbandsupptökum má sjá tvo skjóta byssum að inngangi fyrirtækisins. Iðnaðarráðherra Tyrklands sagði að tveir árásarmannanna, einn karl og ein kona, hefðu verið drepin.