„Þetta væl í þjóðinni er mjög skrítið vegna þess að þjóðin hefur aldrei haft það jafn gott og í dag,“ segir Óttar Guðmundsson geðlæknir þegar hann er spurður hvernig þjóðin hafi það í dag.
„Þetta væl í þjóðinni er mjög skrítið vegna þess að þjóðin hefur aldrei haft það jafn gott og í dag,“ segir Óttar Guðmundsson geðlæknir þegar hann er spurður hvernig þjóðin hafi það í dag.
„Þetta væl í þjóðinni er mjög skrítið vegna þess að þjóðin hefur aldrei haft það jafn gott og í dag,“ segir Óttar Guðmundsson geðlæknir þegar hann er spurður hvernig þjóðin hafi það í dag.
Óttar hefur áratugum saman skrifað pistla um ýmis hugðarefni og oftar en ekki út frá starfi sínu sem geðlæknir. Hann er gestur Dagmála í dag og lét allt flakka.
„Það er orðin einhver svona lenska að berja sér og tala um hvað allt sé djöfullegt og heimur sé á helvegi. Mér líði svo illa yfir þessu og illa yfir hinu.“ Óttar skilgreinir sig sem nítjándu aldar mann og bendir á að lífskjör þjóðarinnar nú miðað við síðustu öld séu eins og svart og hvítt.
„Þessi væll allur er leiðinlegur. Allt þetta tal um hvað ég eigi bágt og þvíumlíkt.“
Það er hans skoðun að þetta hafi aukist mjög mikið.
„Fjölmiðlar gera rosalega mikið út á þetta. Það pirrar mig mjög mikið. Og það pirrar mig ofsalega mikið þegar það er fyrsta frétt hjá RÚV dag eftir dag um einhverja konu eða mann sem að þurfti að bíða á slysadeild eða á bráðamóttökunni,“ upplýsir geðlæknirinn. Svo sé stöðugt verið að leita að blórabögglum vegna þessa og hins.
Hann nefnir sem dæmi að systir hans sem nú er látin henti stundum gaman að helgarviðtölum DV þar sem oftar en ekki var rætt við einstakling sem hafi verið svikinn og prettaður og fékk vettvang til að segja sögu sína í því viðtali.
„Hún kallaði þetta aumingja vikunnar,“ segir Óttar og bætir við að hann hafi skrifað pistil um þetta og það vakið litlar vinsældir.
Óttar fer um víðan völl í Dagmálaþætti dagsins. Tengill er hér að neðan á viðtalið en það er opið áskrifendum Morgunblaðsins.