Vill taka á móti fleiri flóttamönnum

Spursmál | 23. október 2024

Vill taka á móti fleiri flóttamönnum

Sanna Magdalena Mörtudóttir, leiðtogi Sósíalistaflokksins, er ósátt við þá ákvörðun stjórnvalda að hefta aðgengi flóttafólks frá Venesúela sem kom í þúsundavís til landsins á árunum 2018-2024.

Vill taka á móti fleiri flóttamönnum

Spursmál | 23. október 2024

Sanna Magdalena Mörtudóttir, leiðtogi Sósíalistaflokksins, er ósátt við þá ákvörðun stjórnvalda að hefta aðgengi flóttafólks frá Venesúela sem kom í þúsundavís til landsins á árunum 2018-2024.

Sanna Magdalena Mörtudóttir, leiðtogi Sósíalistaflokksins, er ósátt við þá ákvörðun stjórnvalda að hefta aðgengi flóttafólks frá Venesúela sem kom í þúsundavís til landsins á árunum 2018-2024.

Þetta staðfestir hún í samtali í Spursmálum.

Segist hún telja að rétt forgangsröðun í félagslegri uppbyggingu innviða geti tryggt getu landsins til þess að taka á móti því fólki sem hingað leitar í leit að vernd.

Á móti aðgerðum stjórnvalda

„Það er ekki einhvern veginn hægt að segja, innviðirnir eru í molum og þess vegna getum við ekki tekið á móti útlendingum. Þótt við myndum vísa öllum með erlendan bakgrunn á dyr út úr Íslandi í dag þá er ekki þar með sagt að öll vandamálin á Íslandi leysist,“ segir Sanna Magdalena.

Hvað getum við tekið á móti mörgum?

„Ég er ekki með nákvæma tölu, ég get ekki sagt eitthvað, já þessi tala nákvæmlega."

Þannig að þú ert á móti þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til, til þess að stemma stigu við komu flóttamanna, meðal annars frá Venesúela?

„Já.“

Orðaskiptin um þetta mál má sjá í spilaranum hér að ofan.

Ekki fleiri brottvísanir. Mótmælt hefur verið vegna aðgerða stjórnvalda.
Ekki fleiri brottvísanir. Mótmælt hefur verið vegna aðgerða stjórnvalda. mbl.is/Árni Sæberg

Setur í samhengi við ferðaþjónustuna

Og hún setur málið í samhengi við ferðaþjónustuna. Hún spyr hvort innviðirnir ráði við móttöku allra þeirra ferðamanna sem hingað streyma.

Viðtalið við Sönnu Magdalenu má sjá og heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:

mbl.is