Minnst 17 manns létust í árás Ísraelsmanna á skólabyggingu á Gasasvæðinu. Þrettán hinna látnu voru börn og yngsta fórnarlambið var 11 mánaða. Minnst 32 eru særðir.
Minnst 17 manns létust í árás Ísraelsmanna á skólabyggingu á Gasasvæðinu. Þrettán hinna látnu voru börn og yngsta fórnarlambið var 11 mánaða. Minnst 32 eru særðir.
Minnst 17 manns létust í árás Ísraelsmanna á skólabyggingu á Gasasvæðinu. Þrettán hinna látnu voru börn og yngsta fórnarlambið var 11 mánaða. Minnst 32 eru særðir.
Fólk hafði dvalið í skólanum og leitað skjóls í Nuseirat-búðunum sem þar hafði verið komið upp til bráðabirgða, en ekkert skólastarf hefur verið á Gasa síðastliðið ár.
Myndir frá eftirmálum árásarinnar sýna fólk fjarlægja lík úr rústum skólans. Al Jazeera og Sky News greindu frá.
Ísraelsher kveðst hafa skotið á stjórnstöð Hamas í húsi sem hafi áður verið skóli. Höfðu margir bundið vonir við að Ísrael myndi draga úr árásum sínum á Gasa eftir að Yahya Sinwar, leiðtogi stjórnmálaarms Hamas, var felldur í síðustu viku.
Svo virðist þó ekki vera en minnst 770 hafa látist og 1.000 særst í árásum Ísraels frá því að árásir hófust á norðurhluta Gasa fyrir 20 dögum.
Um 90% íbúa á Gasa, sem telja um 2,3 milljónir, hafa þurft að flýja heimili sín frá því að árásir Ísraela hófust.
Opinberar tölur kveða á um að minnst 42.847 Palestínumenn hafi verið drepnir frá því í fyrra og minnst 100.544 særðir. Eru þá ekki meðtaldir þeir sem eru látnir undir rústum.