Útgjöld ríkissjóðs á yfirstandandi ári aukast um 24,5 milljarða kr. samkvæmt frumvarpi til fjáraukalaga sem fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram á Alþingi. Framlög af ýmsum toga hækka um 9,9 milljarða en þyngst vega aukin vaxtagjöld ríkissjóðs sem hækka um 14,6 milljarða eftir endurmat og verða tæplega 114 milljarðar á árinu í stað 99 milljarða skv. fjárlögum ársins.
Útgjöld ríkissjóðs á yfirstandandi ári aukast um 24,5 milljarða kr. samkvæmt frumvarpi til fjáraukalaga sem fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram á Alþingi. Framlög af ýmsum toga hækka um 9,9 milljarða en þyngst vega aukin vaxtagjöld ríkissjóðs sem hækka um 14,6 milljarða eftir endurmat og verða tæplega 114 milljarðar á árinu í stað 99 milljarða skv. fjárlögum ársins.
Útgjöld ríkissjóðs á yfirstandandi ári aukast um 24,5 milljarða kr. samkvæmt frumvarpi til fjáraukalaga sem fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram á Alþingi. Framlög af ýmsum toga hækka um 9,9 milljarða en þyngst vega aukin vaxtagjöld ríkissjóðs sem hækka um 14,6 milljarða eftir endurmat og verða tæplega 114 milljarðar á árinu í stað 99 milljarða skv. fjárlögum ársins.
Auka á framlög vegna viðbótarkostnaðar við vetrarþjónustu á vegum o.fl. um 2,9 milljarða, lagður er til 1,5 milljarða kr. viðbótarstuðningur við Úkraínu, 900 milljóna kr. viðbótarframlag vegna endurgreiðslna til kvikmyndagerðar og lagt er til að útgjöld til fjölskyldumála hækki um rúmlega 1,1 milljarð, sem að stórum hluta verði varið til aðgerða og úrræða vegna ofbeldis meðal barna.
468 milljónir fara í kostnað vegna alþingiskosninganna, verja á 420 milljónum til uppbyggingar bráðaofanflóðavarna á Patreksfirði og lagt er til 350 millj. kr. framlag vegna viðgerða á hreyflum flugvélar Landhelgisgæslunnar TF-SIF.
Nú er áætlað að halli á rekstri ríkissjóðs í ár verði um 68 milljarðar, sem er um 16 milljörðum kr. lakari útkoma en gert var ráð fyrir í fjárlögum ársins.
Þá stefnir í að heildarskuldir ríkissjóðs í ár verði 203 milljörðum kr. hærri en gert var ráð fyrir í fjárlögum, sem stafar af aukinni skammtímalántöku vegna frestunar á sölu á hlutum ríkissjóðs í Íslandsbanka og meiri erlendri lántöku.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.