Farrell er með hjarta úr gulli

Poppkúltúr | 24. október 2024

Farrell er með hjarta úr gulli

Írski leikarinn Colin Farrell ætlar að hlaupa Dublin-maraþonið þann 27. október næstkomandi og safna peningum fyrir samtökin Debra Island. Samtökin, sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni, stuðla að framþróun rannsókna á erfðasjúkdómnum Epidermolysis Bullosa.

Farrell er með hjarta úr gulli

Poppkúltúr | 24. október 2024

Colin Farrell verður meðal hlaupara í Dublin-maraþoninu á sunnudag.
Colin Farrell verður meðal hlaupara í Dublin-maraþoninu á sunnudag. Ljósmynd/Justin Tallis

Írski leikarinn Colin Farrell ætlar að hlaupa Dublin-maraþonið þann 27. október næstkomandi og safna peningum fyrir samtökin Debra Island. Samtökin, sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni, stuðla að framþróun rannsókna á erfðasjúkdómnum Epidermolysis Bullosa.

Írski leikarinn Colin Farrell ætlar að hlaupa Dublin-maraþonið þann 27. október næstkomandi og safna peningum fyrir samtökin Debra Island. Samtökin, sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni, stuðla að framþróun rannsókna á erfðasjúkdómnum Epidermolysis Bullosa.

Góðvinkona leikarans, kona að nafni Emma Fogarty, glímir við sjúkdóminn og notast við hjólastól í daglegu lífi sínu. Hún ætlar einnig að taka þátt í maraþoninu, þó aðeins á lokasprettinum. Farrell ætlar að ýta henni í hjólastólnum síðustu fjóra kílómetrana, en hver kílómetri táknar áratug í lífi Fogarty sem hefur glímt við sjúkdóminn frá fæðingu.

Farrell og Fogarty voru gestir í spjallþættinum The Late Late Show á föstudag og ræddu meðal annars um þátttöku þeirra í maraþoninu. Vinaparið hefur nú þegar safnað ríflega 85 milljónum íslenskra króna til styrktar Debra Island.

Fogarty, sem fagnaði 40 ára afmæli sínu nýverið, er ein þeirra sem hefur lifað hvað lengst með sjúkdóminn, en lífslíkur þeirra sem glíma við Epidermolysis Bullosa eru 30 til 35 ár.

mbl.is