Dagana 1. og 2. nóvember næstkomandi verður pop-up viðburður á stjörnuveitingastaðnum OTO við Hverfisgötu 44 þar sem teymið frá veitingastaðnum Miyakodori í Stokkhólmi í Svíþjóð mætir og sýnir listir sínar í eldhúsinu.
Dagana 1. og 2. nóvember næstkomandi verður pop-up viðburður á stjörnuveitingastaðnum OTO við Hverfisgötu 44 þar sem teymið frá veitingastaðnum Miyakodori í Stokkhólmi í Svíþjóð mætir og sýnir listir sínar í eldhúsinu.
Dagana 1. og 2. nóvember næstkomandi verður pop-up viðburður á stjörnuveitingastaðnum OTO við Hverfisgötu 44 þar sem teymið frá veitingastaðnum Miyakodori í Stokkhólmi í Svíþjóð mætir og sýnir listir sínar í eldhúsinu.
Um er að ræða einstakan viðburð þar sem boðið verður upp á nýstárlega matarupplifun sem aldrei hefur sést á Íslandi. Í teyminu eru matreiðslumennirnir Lars Brennwald, John Forssell og Max Westerlund Inazawa en þeira eiga og reka veitingastaðinn í Stokkhólmi saman.
Miyakodori er yakitori veitingastaður og izakaya en þetta er nýjung á Íslandi. Izakaya mjög lauslega þýtt og þýðir japanskur pöbb eða óformlegur veitingastaður þar sem fólk hittist til að njóta drykkja og smárétta til að deila.
„Eftir langan tíma í faginu og eftir að hafa unnið á veitingastöðum bæði afslappaðri kantinum sem og á fínni veitingastöðum eins og til að mynda Frantzén sem er með Michelin- stjörnur og á hinu virta steikhúsi AG, fannst okkur að tími væri kominn til að við myndum opna okkar eigin stað. Við fórum því að af stað opnuðum veitingastaðinn Miyakodori árið 2022 í Stokkhólmi þar sem hjarta borgarinnar slær,“ segir Brenwald.
„Undirstaða Miyakodori veitingastaðarins felst í ást á japanskri menningu, izakaya stemningu og listinni að gera yakitori sem eru japönsk grillspjót,“ bætir Brenwald við.
Með þessari undirstöðu og „fine dining“ reynslu eigendanna að baki leggja þeir sig fram við að skapa nýja og spennandi matarupplifun á staðnum sínum í Stokkhólmi og ætla að leika listina eftir á OTO.
Nafnið, Miyakodori, erfðu þeir með miklu stolti frá þriðju kynslóð yakitori izakaya, í Kawasaki fyrir utan Tókýó, sem opnaði á fimmta áratugnum og ber sama nafn.
„Við erum afar spennt að bjóða strákunum á Miyakodori frá Stokkhólmi velkomna á OTO standa fyrir þessum einstakan pop-up viðburð. Matseðlarnir okkar eru líka hugsaðir fyrir fólk að deila og það verður gaman að sjá hvernig þeir gera þetta,“ segir Sigurður Laufdal einn eigenda OTO og yfirmatreiðslumaður.
„Við hlökkum deila með þeim eldhúsinu okkar og læra af þeirra reynslu og sjálfsögðu elda og bera fram góðan mat sem er líf okkar og yndi,“ segir Sigurður að lokum.
Meðan á viðburðinum stendur verður einungis einn matseðillinn í boði sem er sérmatseðillinn þeirra. Mikil ásókn er á viðburðinn og á Sigurður von á því að eldað verði fyrir fullu húsi alla helgina.