„Ögrun sem ógnar alþjóðaöryggi“

Norður-Kórea | 24. október 2024

„Ögrun sem ógnar alþjóðaöryggi“

Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, segir að stjórnvöld í landinu muni ekki sitja aðgerðalaus vegna þátttöku þúsunda norðurkóreskra hermanna í stríðinu í Úkraínu þar sem útlit er fyrir að þeir berjist við hlið Rússa.

„Ögrun sem ógnar alþjóðaöryggi“

Norður-Kórea | 24. október 2024

Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu.
Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu. AFP/Nhac Nguyen

Yoon Suk Yeol, for­seti Suður-Kór­eu, seg­ir að stjórn­völd í land­inu muni ekki sitja aðgerðalaus vegna þátt­töku þúsunda norðurkór­eskra her­manna í stríðinu í Úkraínu þar sem út­lit er fyr­ir að þeir berj­ist við hlið Rússa.

Yoon Suk Yeol, for­seti Suður-Kór­eu, seg­ir að stjórn­völd í land­inu muni ekki sitja aðgerðalaus vegna þátt­töku þúsunda norðurkór­eskra her­manna í stríðinu í Úkraínu þar sem út­lit er fyr­ir að þeir berj­ist við hlið Rússa.

„Suður-Kóra mun ekki sitja aðgerðalaus út af þessu,“ sagði Yoon eft­ir viðræður við Andrzej Duda, for­seta Pól­lands.

Yoon bætti við að þjóðirn­ar tvær væru sam­mála því að þátt­taka Norður-Kór­eu í stríðinu væri „ögr­un sem ógn­ar alþjóðaör­yggi sem nær lengra en til Kór­eu­skag­ans og Evr­ópu“.

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu (til vinstri) heimsækir miðstðð hersins fyrir …
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kór­eu (til vinstri) heim­sæk­ir miðstðð hers­ins fyr­ir flug­skeyti. AFP

Banda­rík­in greindu í gær frá því að að minnsta kosti þrjú þúsund norðurkór­esk­ir her­menn hefðu verið send­ir til Rúss­lands og væru í þjálf­un þar. Áður hafði Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti sagt að her­menn­irn­ir yrðu tíu þúsund tals­ins. 

„Við vit­um ekki hvort þess­ir her­menn muni berj­ast við hlið rúss­neska hers­ins,“ en „ef þess­ir norðurkór­esku her­menn ákveða að taka þátt í stríðinu gegn Úkraínu virða þeir lög­mæt hernaðarleg skot­mörk,“ sagði John Kir­by, talsmaður þjóðarör­ygg­is­ráðs Banda­ríkj­anna.

mbl.is