Vladimir Pútín Rússlandsforseti sagði á BRICS-ráðstefnunni að Mið-Austurlönd væru á barmi allsherjarstríðs.
Vladimir Pútín Rússlandsforseti sagði á BRICS-ráðstefnunni að Mið-Austurlönd væru á barmi allsherjarstríðs.
Vladimir Pútín Rússlandsforseti sagði á BRICS-ráðstefnunni að Mið-Austurlönd væru á barmi allsherjarstríðs.
„Hernaðaraðgerðin sem hófst á Gasasvæðinu fyrir ári síðan hefur breiðst út til Líbanons. Þetta hefur einnig áhrif á önnur lönd á svæðinu,“ sagði Pútín á ráðstefnunni, sem er haldin í rússnesku borginni Kazan.
„Deilurnar á milli Ísraels og Írans hafa stigmagnast á skömmum tíma. Þessu má líkja við keðjuverkun og setur öll Mið-Austurlönd á barm allsherjarstríðs.
Pútín bætti við að ofbeldinu í Mið-Austurlöndum myndi ekki linna fyrr en stofnað yrði sjálfstætt palestínskt ríki, en leiðtogi Palestínu, Mahmoud Abbas, er viðstaddur ráðstefnuna.
Forsetinn sagði jafnframt að með tveggja ríkja lausn yrði „leiðrétt sögulegt óréttlæti í garð Palestínumanna“.