Ríkissjóður Íslands hefur sett einbýlishús sitt við Bárugötu 3 á sölu. Um er að ræða 185 fm einbýli sem reist var 1934. Húsið hefur ekki verið notað sem einbýlishús heldur sem skrifstofu- og rannsóknarhúsnæði.
Ríkissjóður Íslands hefur sett einbýlishús sitt við Bárugötu 3 á sölu. Um er að ræða 185 fm einbýli sem reist var 1934. Húsið hefur ekki verið notað sem einbýlishús heldur sem skrifstofu- og rannsóknarhúsnæði.
Ríkissjóður Íslands hefur sett einbýlishús sitt við Bárugötu 3 á sölu. Um er að ræða 185 fm einbýli sem reist var 1934. Húsið hefur ekki verið notað sem einbýlishús heldur sem skrifstofu- og rannsóknarhúsnæði.
Húsið stendur á eignarlóð. Austan megin við húsið er bílstæði sem hægt er að nýta sem stæði fyrir tvo bíla. Í kringum húsið er gróinn garður sem státar af æðisgengnu gullregni en í fasteignaauglýsingu á mbl.is kemur fram að um fallegasta gullregn á Íslandi sé að ræða.
Einbýlishúsin á þessum stað í 101 eru eftirsótt og eru oftar en ekki seld á yfirverði. Ásett verð 159.500.000 kr.