Rísandi stjarna með Þrista White Russian

Uppskriftir | 24. október 2024

Rísandi stjarna með Þrista White Russian 

Nú er komið að kokteil helgarinnar en Barþjónaklúbbur Íslands kynnti til leiks nýjan Þrista White Russian með nýja Þrista líkjörnum frá Hovdenak Distillery á dögunum.

Rísandi stjarna með Þrista White Russian 

Uppskriftir | 24. október 2024

Elvar að keppa á Íslandsmeistaramóti Barþjóna.
Elvar að keppa á Íslandsmeistaramóti Barþjóna. Ljósmynd/Sigurður Steinþórsson

Nú er komið að kokteil helgarinnar en Barþjónaklúbbur Íslands kynnti til leiks nýjan Þrista White Russian með nýja Þrista líkjörnum frá Hovdenak Distillery á dögunum.

Nú er komið að kokteil helgarinnar en Barþjónaklúbbur Íslands kynnti til leiks nýjan Þrista White Russian með nýja Þrista líkjörnum frá Hovdenak Distillery á dögunum.

Höfundur kokteilsins er Elvar Halldór Hróarr Sigurðsson, sem er rísandi stjarna í veitingageiranum á Íslandi þessa dagana. Elvar er stjórnarmaður Barþjónaklúbbsins, vaktstjóri á Lebowski bar og framreiðslumaður að mennt. Elvar var framreiðslunemi ársins 2023 og keppti einnig fyrir Íslands hönd í norrænu nemakeppninni í Finnlandi 2024 og lenti þar í 3. sæti með sínu teymi. Elvar er alls ekki hættur og stefnir á að opna sinn eigin stað í framtíðinni.

Hann töfraði fram þennan ofurkokteil þar sem íslenski lakkrísinn fær svo sannarlega að njóta sín.

Gómsætur kokteill sem minnir á sælgæti, Þrista White Russian.
Gómsætur kokteill sem minnir á sælgæti, Þrista White Russian. Ljósmynd/Elvar Halldór Hróarr Sigurðsson

Þrista White Russian

  • 30 ml Hovdenak Distillery Þrista líkjör
  • 30 vodki
  • 15 ml Kahlúa
  • 30 ml rjómi
  • Þeyttur rjómi eftir smekk
  • Súkkulaðispænir eftir smekk

Aðferð:

  1. Hellið Þrista líkjör, vodka, Kahlúa og rjóma í hristara.
  2. Hristið vel með klaka.
  3. Sigtið kokteilinn í „rocks“ glas með klaka.
  4. Skreytið með þeyttum rjóma og súkkulaðispæni ofan á.
mbl.is