Sanna: Skoða þurfi barnagíslatöku í samhengi

Spursmál | 24. október 2024

Sanna: Skoða þurfi barnagíslatöku í samhengi

Sanna Magdalena Mörtudóttir segir að skoða þurfi fjöldamorðin í Ísrael 7. október í fyrra í sögulegu samhengi. Hún styður ekki tilvistarrétt Ísraels ef það „gengur á Palestínu.“

Sanna: Skoða þurfi barnagíslatöku í samhengi

Spursmál | 24. október 2024

Sanna Magdalena Mörtudóttir segir að skoða þurfi fjöldamorðin í Ísrael 7. október í fyrra í sögulegu samhengi. Hún styður ekki tilvistarrétt Ísraels ef það „gengur á Palestínu.“

Sanna Magdalena Mörtudóttir segir að skoða þurfi fjöldamorðin í Ísrael 7. október í fyrra í sögulegu samhengi. Hún styður ekki tilvistarrétt Ísraels ef það „gengur á Palestínu.“

Þetta kemur fram í viðtali við hana í Spursmálum þar sem hún er spurð beint út í það af hverju Sósíalistaflokkur Íslands hafi ekki ályktað gegn morðum, nauðgunum og gíslatökum sem Hamas-samtökin efndu til í fyrra, á sama tíma og flokkurinn álykti gegn hernaðaraðgerðum Ísraels á Gasa-svæðinu og í Líbanon. Segir flokkurinn raunar að Íslendingar séu samsekir Ísraelsríki um þjóðarmorð.

Í viðtalinu er Sanna María spurð sérstaklega út í barnagíslatöku þar sem bræðurnir Kfir og Ariel Bibas voru numdir á brott, 10 mánaða og fjögurra ára gamlir. Voru þeir fluttir inn á Gasasvæðið ásamt foreldrum þeirra og er lítið vitað um afdrif þeirra síðan.

Samtalið um þessa ályktun Sósíalistaflokksins hefur vakið mikla athygli en það má sjá í spilaranum hér að ofan. Það er einnig rakið, orð fyrir orð í textanum hér að neðan.

Álykta gegn þjóðarmorði

Á þessu þingi sem þið hélduð um liðna helgi þá senduð þið frá ykkur mjög einarða og harða yfirlýsingu varðandi stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs. Þið viljið að Ísland slíti stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísrael. Þið segið að Ísrael sé að stunda þjóðarmorð í Palestínu og reyndar í Líbanon líka með fulltingi Bandaríkjanna og að Íslendingar séu samsekir í þessum aðgerðum.

Ég ætla að varpa upp einni mynd hér á skjáinn, þetta er drengur sem heitir Kfir Bibas, hann var numinn á brott ásamt fjögurra ára bróður sínum þann 7. október í fyrra, og foreldrar hans reyndar líka. Við vitum ekkert um afdrif þessa fólks. Það eru á annað hundrað gíslar enn í haldi Hamas-samtakanna á Gasa-svæðinu, Þið minnist engu orði á þetta fjöldamorð og þessi litlu börn sem við vitum ekki hvort að séu lífs eða liðin. AF hverju takið þið stöðu með annarri hlið í þessari baráttu en ekki báðum?

„Við tökum stöðu gegn þjóðarmorði. Það er það sem við gerum í þessari yfirlýsingu.“

Hvað segir þú um það þegar 10 mánaða barn, eins og þessi drengur, Bibas, er numinn á brott og við vitum ekkert um afdrif hans?

„Það er örugglega hræðilegt, það er hræðilegt, auðvitað.“

En af hverju er ekki minnst á það í þessum yfirlýsingum?

Sanna Magdalena Mörtudóttir og Kfir Bibas.
Sanna Magdalena Mörtudóttir og Kfir Bibas. Ljósmynd/Samsett

Skýr stefna gegn barnagíslatöku?

„Af því að við erum þarna að setja fram yfirlýsingu gegn þjóðarmorði og við erum að segja...“

En eruð þið ekki með skýra stefnu gegn því að 10 mánaða börn séu numin á brott og konum sé nauðgað og þær myrtar á tónlistarhátíðum eins og gerðist 7. október?

„Það er auðvitað ekki í lagi.“

En það er engu orði eytt á það í þessum yfirlýsingum og hefur ekki verið gert hjá Sósíalistum.

„Það sem sko, ef við skoðum hvernig fjölmiðlar hafa nálgast stöðuna sem er þarna. Og við sjáum að það er ekki verið að tala skýrt gegn þjóðarmorði, það er ekki verið að standa með rétti Palestínu. Og það er það sem þarf að eiga sér stað.“

En þið talið ekki skýrt gegn því að 4000 hermdarverkamenn ráðist á konur og börn, nauðgi þeim og drepi þau og nemi á brott 10 mánaða gömul börn.

„Var ég ekki að tala skýrt gegn því núna?“

Ja, ég er að spyrja hér út í yfirlýsinguna, því þetta er mjög einhliða. Þið eruð einfaldlega á móti Ísraelsríki, er það ekki?

„Við erum á móti þjóðarmorði, það er mjög skýrt og það þarf að taka skýra afstöðu gegn þjóðarmorði.“

Kfir og Ariel Bibas ásamt móður sinni. Þeim var rænt …
Kfir og Ariel Bibas ásamt móður sinni. Þeim var rænt 7. október í fyrra, líkt og föður þeirra og eiginmanni. Ljósnynd/Aðsend

Styður ekki tilvist Ísraelsríkis

En styður þú tilvistarrétt Ísraels?

„Sko, ég held auðvitað bara að ef það gengur á Palestínu þá er það auðvitað ekki hægt. Þú veist, það þarf að vera með aðgerðir...“

Bíddu nú við, ef það gengur á Palestínu?

„Við sjáum hvernig heimurinn hefur ekki staðið sig gegn þessu öllu saman og mér finnst þessi yfirlýsing okkar vera mjög skýr að það þurfi að stöðva þjóðarmorð. Það gengur ekki að við séum í þessu ástandi þar sem Vesturlöndin styðja, eru að senda vopn inn í þetta ástand og þetta bara gengur náttúrulega ekki.“

Finnst þér aðgerðir Hamas-samtakanna gegn ísraelskum almenningi réttlætanlegar?

„Mér finnst auðvitað ekki réttlætanlegt þegar verið er að ganga á tilvistarrétt Palestínu. Og auðvitað eftir margra ára kúgun...“

Kfir Bibas var 10 mánaða gamall þegar honum var rænt …
Kfir Bibas var 10 mánaða gamall þegar honum var rænt af hermdarverkamönnum. Ljósmynd/Aðsend

Skoða þurfi fjöldamorðin í samhengi

Finnst þér aðgerðirnar 7. október, sem ég minntist á, réttlætanlegar?

„Sko, ég get ekki tekið undir það að leiðin sé að taka líf. En mér finnst auðvitað að það þurfi að skoða þetta í sögulegu samhengi, allt saman.“

Við skulum vona að Kfir og Ariel bróðir hans komist einhvern tíma heim til sín að nýju, og mögulega foreldrar þeirra.

Viðtalið við Sönnu Magdalenu má sjá og heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:

 

mbl.is