Dr. Erla Björnsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns, hefur rannsakað svefnleysi og svefnvenjur fólks og sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi. Hún segir algengi svefnlyfjanotkunar hér á landi allt of mikið. Svefnlyf geti verið góð lausn til skamms tíma en því miður tíðkist það að fólk noti svefnlyfi langt umfram þann tíma sem ráðlagt er.
Dr. Erla Björnsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns, hefur rannsakað svefnleysi og svefnvenjur fólks og sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi. Hún segir algengi svefnlyfjanotkunar hér á landi allt of mikið. Svefnlyf geti verið góð lausn til skamms tíma en því miður tíðkist það að fólk noti svefnlyfi langt umfram þann tíma sem ráðlagt er.
Dr. Erla Björnsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns, hefur rannsakað svefnleysi og svefnvenjur fólks og sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi. Hún segir algengi svefnlyfjanotkunar hér á landi allt of mikið. Svefnlyf geti verið góð lausn til skamms tíma en því miður tíðkist það að fólk noti svefnlyfi langt umfram þann tíma sem ráðlagt er.
Þegar Erla er spurð að því hvort Íslendingar eigi ennþá heimsmet miðað við höfðatölu í notkun á svefnlyfjum svarar hún því játandi. Að hennar sögn eru það ekki einungis fullorðnir sem nota svefnlyf að staðaldri heldur sé einnig sjáanleg aukning á svefnlyfjanotkun barna.
„Þegar við tökum svefnlyf erum við að bæla niður einkenni svefnvandans en við erum ekki að vinna vandann frá rótum. Við erum ekki að gera lífsstílsbreytingar á umhverfi eða venjum eða slíku þannig þegar við sleppum svefntöflunni þá er vandinn ennþá til staðar,“ lýsir Erla.
Hún segir allur gangur á því hversu lengi fólk notast við svefnlyf en notkun þessara lyfja geti oft orðið að vítahring sem erfitt er að losna úr. Dæmi séu um að fólk noti svefnlyf í mörg ár, stundum áratugi, en ráðlagt er að fólk neyti ekki svefnlyfja lengur en fjórar til sex vikur í senn. Þó geti notkun svefnlyfja oft átt rétt á sér ef þau eru notuð á skynsamlegan hátt og réttum forsendum.
„Ef þú ert til dæmis að upplifa skyndilegt svefnleysi vegna áfalla eða skyndilegra veikinda þá geta svefnlyf hjálpað þér að komast í gegnum þannig tímabil. En þegar svefnleysi er langvarandi þá eru svefnlyf ekki lausnin,“ segir hún og telur hugræna atferlismeðferð geta komið að mestu gagni í slíkum tilfellum.
Það eigi að hennar mati alltaf að vera fyrsta leiðin sem gripið er til þegar svefnvandi er meðhöndlaður, ásamt kvíða, depurð eða öðrum hugrænum vanda.
Samkvæmt Erlu hefur ótrúlegur árangur náðst hjá fólki sem glímir við svefnvanda með sex vikna hugrænni atferlismeðferð.
„Við erum að sjá yfir 80% fólks sem fer í svona meðferð ná góðum árangri með svefninn sinn.“
Brot úr viðtalinu má sjá í spilaranum hér að ofan. Dagmál eru í heild sinni aðgengileg fyrir áskrifendur Morgunblaðsins en einnig er hægt gerast áskrifandi að vikupassa Dagmála.
Smelltu á spilarann hér að neðan til að horfa á viðtalið við Erlu í heild sinni.