„Steini var alltaf mjög heiðarlegur,“ sagði knattspyrnukonan og Íslandsmeistarinn Ásta Eir Árnadóttir í Dagmálum.
„Steini var alltaf mjög heiðarlegur,“ sagði knattspyrnukonan og Íslandsmeistarinn Ásta Eir Árnadóttir í Dagmálum.
„Steini var alltaf mjög heiðarlegur,“ sagði knattspyrnukonan og Íslandsmeistarinn Ásta Eir Árnadóttir í Dagmálum.
Ásta Eir sem er 31 árs gömul, leiddi uppeldisfélag sitt Breiðablik til sigurs á Íslandsmótinu í ár í þriðja sinn á ferlinum en hún tilkynnti nokkuð óvænt eftir leikinn að skórnir væru komnir á hilluna.
Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson þjálfaði Ástu Eir hjá Breiðabliki frá 2015 til ársins 2021 og er hann besti þjálfarinn sem hefur þjálfað hana að eigin sögn.
„Ég man vel eftir einum leik í Eyjum, þar sem við vorum að skíttapa, og hann tekur mig út af í hálfleik,“ sagði Ásta Eir.
„Ég var sú eina sem var tekin af velli í hálfleik og ég skildi ekkert í því af hverju ég hefði verið sú eina sem var tekin af velli. Ég spyr hann út í þetta daginn eftir og hann sagði mér bara að ég hefði ekki verið að standa mig nægilega vel.
Hann sagði: „Þú varst ekki góð!“ Það var alveg rétt hjá honum. Hann var ekkert að fara í kringum þetta og ég byrjaði næsta leik þar sem mér gekk mjög vel. ,“ sagði Ásta Eir meðal annars.
Viðtalið við Ástu Eir í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.