Síðdegis á síðasta degi ríkisheimsóknar forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur og eiginmanns hennar Björns Skúlasonar til dönsku konungshjónanna, Friðriks tíunda og Maríu Donaldsson, buðu forsetahjónin til móttöku á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn.
Síðdegis á síðasta degi ríkisheimsóknar forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur og eiginmanns hennar Björns Skúlasonar til dönsku konungshjónanna, Friðriks tíunda og Maríu Donaldsson, buðu forsetahjónin til móttöku á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn.
Síðdegis á síðasta degi ríkisheimsóknar forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur og eiginmanns hennar Björns Skúlasonar til dönsku konungshjónanna, Friðriks tíunda og Maríu Donaldsson, buðu forsetahjónin til móttöku á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn.
Móttakan var til heiðurs dönsku konungshjónanna. Í móttökunni reiddi teymi íslenska kokkalandsliðsins fram veitingar, þar sem þjálfari kokkalandsliðsins, Snædís Jónsdóttir, var í fararbroddi ásamt Hafliða Halldórssyni. Þau framreiddu smárétti úr íslensku hráefni auk þess sem boðið var upp á íslenskan bjór frá Ölgerðinni.
„Við sáum um matinn í móttöku forsetans til heiðurs konungshjónanna og skipulögðum það í samstarfi við Íslandsstofu og Sendiráðið í Danmörku. Áherslan hjá okkur var á alíslenska upplifun í matnum og allt hráefnið var auðvitað íslenskt. Þetta var 300 manna standandi boð þar sem réttirnir voru í smáréttastíl, borið fram á litlum diskum með gaffli og skeið,“ segir Snædís.
Matseðillinn var hinn glæsilegasti en boðið var upp á:
Gaman er að geta þess að þjónustunni stýrði Tinna Óðinsdóttir framreiðslumeistari sem er búsett í Danmörku og rekur þar ásamt sínum manni veitingahúsin Tre Tjenere á Borgundarhólmi og 1971 í Kaupmannahöfn/Fredriksberg.
Boðið var upp á létta skemmtidagsskrá þar sem íslenskt listafólk lék við hvern sinn fingur. Sigurður Flosason tónlistarmaður lék tónlist og Ari Eldjárn grínisti skemmti gestum. Með móttökunni lauk formlegri dagskrá ríkisheimsóknarinnar.
Norðurbryggja -Nordatlantens Brygge þar sem móttakan var haldin er menningarhús sem hýsir m.a. starfsemi á vegum Íslands, Færeyja og Grænlands og mun hafa verið sett á fót af fyrrum forseta Vigdísi Finnbogadóttur. Í húsinu er einnig sendiráð Íslands og veitingahúsið Barr í rýminu sem hýsti veitingastaðinn NOMA á upphafsárum þess.
„Við Hafliði fengum vinnuaðstöðu hjá Barr og góða aðstoð þar,“ segir Snædís alsæl með velheppnaða móttöku í Kaupmannahöfn.