„Það ber enn þá mikið á milli“

Kjaraviðræður | 24. október 2024

„Það ber enn þá mikið á milli“

Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, segir stöðuna vera óbreytta eftir fund samninganefndar ríkisins með félaginu fyrr í dag. Ekki hefur verið boðað til næsta fundar og þykir líklegt að félagið fari í atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir beint eftir helgi.

„Það ber enn þá mikið á milli“

Kjaraviðræður | 24. október 2024

Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélag Íslands, segir stöðuna vera óbreytta eftir …
Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélag Íslands, segir stöðuna vera óbreytta eftir fund samningsaðila í dag. Samsett mynd/mbl.is/Sigurður Bogi/Colourbox

Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, segir stöðuna vera óbreytta eftir fund samninganefndar ríkisins með félaginu fyrr í dag. Ekki hefur verið boðað til næsta fundar og þykir líklegt að félagið fari í atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir beint eftir helgi.

Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, segir stöðuna vera óbreytta eftir fund samninganefndar ríkisins með félaginu fyrr í dag. Ekki hefur verið boðað til næsta fundar og þykir líklegt að félagið fari í atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir beint eftir helgi.

Fundurinn hófst klukkan 15 og lauk nú fyrir skömmu en þar voru grunnlaun nýútskrifaðra lækna til umræðu. 

„Ég var ekki á fundinum en er búin að tala við mitt fólk og það er í rauninni bara lítið nýtt að frétta eftir fundinn í dag,“ segir formaðurinn í samtali við mbl.is.

Segir hún að samningsaðilar hafi hvorki færst nær né fjær á fundinum og staðan því óbreytt.

„Það ber enn þá mikið á milli.“

Von á atkvæðakosningu eftir helgi

Er næsta skref þá atkvæðakosning?

„Já, ég myndi halda að það sé það næsta sem að gerist á þessum vettvangi,“ segir Steinunn.

„Við höldum auðvitað bara okkar striki og förum í atkvæðagreiðsluna þannig að það er það sem ég held að muni gerast næst,“ bætir hún enn fremur við.

Þá vonast hún til að samtöl á milli samningsaðila geti haldið áfram sem allra fyrst.

Í samtali við mbl.is fyrr í dag sagði Steinunn að stefnt væri að atkvæðagreiðslu öðru hvoru megin við helgina en telur hún nú líklegt að það verði frekar strax eftir helgi. Mikil vinna sé nú í gangi hjá Læknafélaginu.

„Við þurfum að fá lista yfir félagsmenn sem að vinna eftir kjarasamningnum og svo framvegis. Við erum að vinna í þessu öllu.“

mbl.is