#42. - Nýr leiðtogi Pírata sem mælast jafnir Framsókn

Spursmál | 25. október 2024

#42. - Nýr leiðtogi Pírata sem mælast jafnir Framsókn

Miklar sviptingar eru í pólitíkinni þessa dagana en mbl.is og Spursmál fylgjast náið með hverju skrefi flokkanna líkt og nýjasti þáttur Spursmála rennur stoðum undir.

#42. - Nýr leiðtogi Pírata sem mælast jafnir Framsókn

Spursmál | 25. október 2024

Miklar sviptingar eru í pólitíkinni þessa dagana en mbl.is og Spursmál fylgjast náið með hverju skrefi flokkanna líkt og nýjasti þáttur Spursmála rennur stoðum undir.

Miklar sviptingar eru í pólitíkinni þessa dagana en mbl.is og Spursmál fylgjast náið með hverju skrefi flokkanna líkt og nýjasti þáttur Spursmála rennur stoðum undir.

Leiðtogaviðtöl eru nú þegar farin af stað og að þessu sinni var nýr leiðtogi Pírata, Lenya Rún Taha Karim gestur Spursmála. Lenya Rún vann frækinn sigur í prófkjöri Pírata í Reykjavíkurkjördæmunum þar sem hún skaut reynslumiklum sitjandi þingmönnum aftur fyrir sig.

Þátturinn var sýndur í streymi fyrr í dag. Upptöku af þættinum má sjá í spilaranum hér að ofan, á Spotify og YouTube og er hún öllum aðgengileg.

Stefnumál Pírata og staða stjórnmálanna rædd

Í þættinum voru stefnumál Pírata rædd við Lenyu og stefnu þeirra í málum sem tengjast heilbrigðisþjónustu, skattheimtu, stöðu útlendinga og hælisleitenda og margt fleira.

Auk Lenyu fóru þeir Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins og Brynjar Níelsson, fyrrum alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn, yfir stöðu stjórnmálanna og rýndu í glóðheitar tölur úr nýjustu könnun Prósents. Það er könnun sem unnin er fyrir Morgunblaðið og mbl.is.

Báðir í fallbaráttu

Í upphafi þáttarins fór Andrés Magnússon fulltrúi ritstjóra á Morgunblaðinu nýjustu tölur úr skoðanakönnun Prósents og þar kom margt forvitnilegt í ljós. Meðal annars það að lítið má út af bregða til þess að Framsóknarflokkur og Píratar utan þings. Flokkarnir eru hnífjafnir.

Ekki missa af lifandi og upplýsandi kosningaumræðu í Spursmálum alla föstudaga klukkan 14 hér á mbl.is.

Brynjar Níelsson, Lenya Rún Taha Karim og Bergþór Ólason eru …
Brynjar Níelsson, Lenya Rún Taha Karim og Bergþór Ólason eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum og ræða stjórnmálin sem eru á yfirsnúningi þessa dagana. Samsett mynd/María Matthíasdóttir
mbl.is