Einbýli við Sunnuveg selt á 280 milljónir

Heimili | 25. október 2024

Einbýli við Sunnuveg selt á 280 milljónir

Við Sunnuveg 5 í Reykjavík er að finna einstakt 386 fm einbýli sem reist var 1969. Húsið er teiknað af Kjartani Sveinssyni og eru kassalaga línur í forgrunni. Húsið hannaði Kjartan áður en hann datt í bogadregnar línur og súlur sem sprengdu vinsældarakalann á ákveðunum tíma í byggingarsögunni eða á árunum frá 1978-1987. 

Einbýli við Sunnuveg selt á 280 milljónir

Heimili | 25. október 2024

Sunnuvegur 5 hefur skipt um eigendur.
Sunnuvegur 5 hefur skipt um eigendur.

Við Sunnuveg 5 í Reykjavík er að finna einstakt 386 fm einbýli sem reist var 1969. Húsið er teiknað af Kjartani Sveinssyni og eru kassalaga línur í forgrunni. Húsið hannaði Kjartan áður en hann datt í bogadregnar línur og súlur sem sprengdu vinsældarakalann á ákveðunum tíma í byggingarsögunni eða á árunum frá 1978-1987. 

Við Sunnuveg 5 í Reykjavík er að finna einstakt 386 fm einbýli sem reist var 1969. Húsið er teiknað af Kjartani Sveinssyni og eru kassalaga línur í forgrunni. Húsið hannaði Kjartan áður en hann datt í bogadregnar línur og súlur sem sprengdu vinsældarakalann á ákveðunum tíma í byggingarsögunni eða á árunum frá 1978-1987. 

Áslaug Björgvinsdóttir lögmaður á LOGOS lögmannstofunni og Reynir Berg Þorvaldsson plötuútgefandi og eigandi Reykjavík Record Shop auglýstu húsið til sölu fyrir ári síðan og húsið var selt nokkrum sinnum, en kaupin gengu ítrekað til baka. 

Nú hefur húsið verið endanlegt selt og fengu Áslaug og Reynir 280.000.000 kr. fyrir húsið og verður húsið afhent formlega 7. nóvember. 

Smartland óskar þeim til hamingju með söluna!  

mbl.is