Agnes Orradóttir, rekstrar- og verslunarstjóri Galleri 17, og sambýlismaður hennar, Sigurður Már Atlason, hugbúnaðarsérfræðingur og samkvæmisdansari, eiga von á sínu fyrsta barni í mars.
Agnes Orradóttir, rekstrar- og verslunarstjóri Galleri 17, og sambýlismaður hennar, Sigurður Már Atlason, hugbúnaðarsérfræðingur og samkvæmisdansari, eiga von á sínu fyrsta barni í mars.
Agnes Orradóttir, rekstrar- og verslunarstjóri Galleri 17, og sambýlismaður hennar, Sigurður Már Atlason, hugbúnaðarsérfræðingur og samkvæmisdansari, eiga von á sínu fyrsta barni í mars.
Parið komst nýverið að kyni ófædda barnsins og greindi frá gleðitíðindunum á skemmtilegan máta á Instagram fyrr í dag.
Agnes og Sigurður Már fengu tónlistarmanninn Pál Óskar Hjálmtýsson til þess að taka þátt í opinberuninni og var hann sá sem kunngerði kyn barnsins, sem er drengur.
Í myndbandinu sést parið skera í svokallaða kynjaköku, sem er litlaus að innan, og stinga nál í blöðru sem er tóm áður en Páll Óskar mætir með konfettí-sprengju sem dreifir bláu glimmerskrauti upp um alla veggi.
Agnes segir í samtali við blaðamann mbl.is að þeim hafi einfaldlega langað til að gera eitthvað öðruvísi, ekkert klisjukennt, og því ákveðið að spyrja íslenska „icon-ið“, sem tók vel í hugmyndina og var ekki lengi að segja já.
Smartland óskar parinu hjartanlega til hamingju!