Hefur eytt ófáum klukkutímunum í bíl

Dagmál | 25. október 2024

Hefur eytt ófáum klukkutímunum í bíl

„Ég hef eytt mjög miklum tíma í bíl,“ sagði körfuknattleikskonan fyrrverandi Dagný Lísa Davíðsdóttir í Dagmálum.

Hefur eytt ófáum klukkutímunum í bíl

Dagmál | 25. október 2024

„Ég hef eytt mjög miklum tíma í bíl,“ sagði körfuknattleikskonan fyrrverandi Dagný Lísa Davíðsdóttir í Dagmálum.

„Ég hef eytt mjög miklum tíma í bíl,“ sagði körfuknattleikskonan fyrrverandi Dagný Lísa Davíðsdóttir í Dagmálum.

Dagný Lísa, sem er 27 ára gömul, lagði skóna óvænt á hilluna í sumar en hún var meðal annars valin besti leikmaður úrvalsdeildarinnar tímabilið 2021-22.

Það eina við Hveragerði

Dagný Lísa hefur alla tíð verið búsett í Hveragerði en hún hefur leikið með Fjölni og Grindavík, ásamt Hamri, á ferlinum.

„Þetta er það eina við Hveragerði, það tekur aðeins lengri tíma að komast á milli staða,“ sagði Dagný Lísa.

„Margir af liðsfélögum mínum í gegnum tíðina hafa oft verið að koma heim af æfingum sjö mínútum síðar og ég vildi stundum óska að það væri þannig hjá mér líka,“ sagði Dagný Lísa meðal annars.

Viðtalið við Dagnýju Lísu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Dagný Lísa Davíðsdóttir.
Dagný Lísa Davíðsdóttir. mbl.is/Óttar Geirsson
mbl.is