Hildur gerði spaghetti grasker með ostasósu

Uppskriftir | 25. október 2024

Hildur gerði spaghetti grasker með ostasósu

Hrekkjavakan er handan við hornið en hún er fimmtudaginn 31. október næstkomandi. Þá er gaman að vera með grasker, hvort sem það er til að borða eða skreyta heimilið.

Hildur gerði spaghetti grasker með ostasósu

Uppskriftir | 25. október 2024

Girnilegt þetta fyllta grasker og guli liturinn lokkandi. Er þetta …
Girnilegt þetta fyllta grasker og guli liturinn lokkandi. Er þetta ekki hinn fullkomni hrekkjavökuréttur? Ljósmynd/Hildur Ómars

Hrekkjavakan er handan við hornið en hún er fimmtudaginn 31. október næstkomandi. Þá er gaman að vera með grasker, hvort sem það er til að borða eða skreyta heimilið.

Hrekkjavakan er handan við hornið en hún er fimmtudaginn 31. október næstkomandi. Þá er gaman að vera með grasker, hvort sem það er til að borða eða skreyta heimilið.

Hildur Ómars ástríðukokkur veit að þá er hægt að fá alls konar grasker í matvöruverslunum landsins og útbúa úr þeim góðgæti. Ein tegund af graskerum heillar hana meira en aðrar en það er spaghetti grasker eða spaghetti squash. Hún elskar að matreiða þetta grasker og fyllir það með vegan ostasósu og meiri kræsingum.

„Spaghetti grasker eru þráðótt að innan sem gefur því skemmtilega áferð sem minnir á spaghetti þó bragðið sé heldur ólíkt. Graskerið minnir nokkuð á kúrbít á bragði en er kannski ögn sætara,“ segir Hildur.

Hún bakaði spaghetti grasker með vegan ostasósu gerða úr kartöflum, gulrótum, kasjúhnetum og kryddum.

Uppskriftin miðast við 1 grasker sem passar ágætlega fyrir tvo en uppskriftin af sósunni eru nokkuð rífleg og upplagt er að nota hana sem ídýfu, til að mynda fyrir gulrætur.

Sjáið handbragð Hildar.

Spaghetti grasker með vegan ostasósu

  • 1 spaghetti squash
  • ólífuolía
  • salt

Aðferð:

  1. Byrjið á að stilla ofninn á 200°C hita.
  2. Leggið kasjúhneturnar í bleyti í heitt vatn þar til þið útbúið sósuna (10 mínútur að lágmarki).
  3. Þegar ofninn er orðinn heitur setjið þá graskerið heilt inn í ofn í 10 mínútur.
  4. Takið graskerið út úr ofninum eftir 10 mínútur og skerið í tvo helminga, komið því fyrir í eldföstu móti eða á ofnplötu með innri hlutann upp.
  5. Skafið steinana burt og skvettið smá ólífuolíu og salti út á graskershelmingana, ekki mikið, og bakið í 30 mínútur í viðbót á 200°C hita.
  6. Þegar graskerið hefur bakast er ágætt að nota gaffal og losa um graskersmassann.
  7. Þá má hella ostasósunni (sjá uppskrift fyrir neðan) yfir og toppa með smátt skornum graslauk, sítrónusafa og auka salti eftir smekk.
  8. Berið fram með salati að eigin vali.

Vegan ostasósa

  • Nokkar gulrætur (2 handfylli af skornum gulrótum)
  • 1 stór bökunarkartafla
  • 2 dl kasjúhnetur
  • 1 dl plöntumjólk
  • 1 1/2 msk. næringarger
  • safi úr 1/2 sítrónu
  • 1 tsk. laukduft
  • 1-2 hvítlauksrif (valfrjálst)
  • 1 tsk. salt
  • 1/4 tsk. túrmerikduft (valfrjálst, gefur bara gulari lit)

Ofan á

  • Graslaukur eftir smekk
  • Salti og sítrónusafi eftir smekk

Aðferð:

  1. Útbúið sósuna með því að  kartöfluna, skera hana ásamt gulrótunum og koma fyrir í potti.
  2. Hildur kýs að gufusjóða það en það er valfrjálst.
  3. Sjóðið eða gufusjóðið þar til orðið mjúkt.
  4. Setjið kartöfluna og gulræturnar ásamt blautlögðum kasjúhnetum og restinni af sósuhráefninu í blandara og blandið þar til blandan verður silkimjúk.
mbl.is