Hildur Gunnlaugs arkitekt og lífskúnstner er komin í hrekkjavökugírinn en hrekkjavakan nálgast óðum og verður í öllum sínum skrúða fimmtudaginn þann 31. október næstkomandi.
Hildur Gunnlaugs arkitekt og lífskúnstner er komin í hrekkjavökugírinn en hrekkjavakan nálgast óðum og verður í öllum sínum skrúða fimmtudaginn þann 31. október næstkomandi.
Hildur Gunnlaugs arkitekt og lífskúnstner er komin í hrekkjavökugírinn en hrekkjavakan nálgast óðum og verður í öllum sínum skrúða fimmtudaginn þann 31. október næstkomandi.
Hún er byrjuð að skreyta heimilið og undirbúa komu draugana og nornanna. Einnig elskar Hildur að búa til hræðilegar kræsingar og ógnvænlegar veitingar sem fá hárin til að rísa á höfði gesta. Hún ætlar að ljóstrar upp nokkrum skemmtilegum hugmyndum af sínum ógurlegum kræsingum sem lesendur geta spreytt sig á.
Hún elskar hrekkjavökuna og allt annað sem brýtur upp hversdagsleikann á veturna.
„Mér er alveg sama þótt þetta sé ekki aldagömul hefð á Íslandi. Mín skoðun er að við eigum að taka öllu skemmtilegum dögum og viðburðum fagnandi, við þurfum alveg á þessu að halda í myrkrinu,“ segir Hildur með bros á vör.
„Í ár ætla ég að búa til algjöran hryllingsgarð og ætla að gefa þar nammi. Gróðurhúsið umbreytist í köngulóarhús og hræðilegir draugar og nornir svífa yfir garðinum á pergólunni, heiti potturinn verður með töfraseiði þar sem hauskúpur og salamöndruaugu fljóta um. Grafreitur með hræðilegum beinum verður líka á staðnum,“ segir Hildur grafalvarleg.
Eru mörg ár síðan þú byrjaðir að halda upp á Hrekkjavökuna?
„Ætli ég hafi ekki byrjað um leið og þetta fór að vera vinsælt hér heima en við heimsóttum alltaf Hlíðarnar en mamma býr þar og hún fór fljótlega að skreyta og gefa nammi. Nú er okkar hverfi, Hvassaleiti og 103 Reykjavík orðið mjög öflugt í hrekkjavökunni og margir sem skreyta og gefa nammi. Ég vil endilega hvetja íbúana í mínum hverfi, 103, koma og biðja um grikk og gott. Ég hlakka til að taka á móti þessum furðuverum sem verða á ferðinni þann 31. október næstkomandi.“
Safnar þú hrekkjavökudóti?
„Ég bæti alltaf í safnið á hverju ári, áður fyrr keypti ég alltaf skraut í útlöndum en nú eru búðir eins og Partýbúðin með svo mikið úrval.“
Farið þið í búninga og sláið upp hrekkjavökupartí með hræðilegum kræsingum?
„Heldur betur, meira að segja maðurinn minn er búinn að kaupa sér búning. Hann langaði mest til að vera í grænum heilgalla en sá var því miður ekki til í hans stærð,“ segir Hildur og hlær.
„Hrekkjavökuveitingar eru þær allra skemmtilegustu því það gengur allt út á að breyta og setja fram veitingar á nýstárlegan hátt sem mér finnst mun skemmtilegra en til dæmis að baka.“
Hvað ætlið þið að vera í ár?
„Ég verð góð norn og sú yngsta líka, miðjan mín verður Wednesday og sú elsta ætlar að vera Sidney Prescott úr Scream myndunum og maðurinn minn verður einhver óskilgreind furðuvera eins og honum er einum lagið.“
Hvaða ógurlegu kræsingar ætlar þú að bjóða upp á?
„Veitingunum verður skipt upp í fullorðins- og barnaveitingar. Ég fann svo sæt lítil grasker í Partýbúðinni sem ég setti mismunandi pinna með hræðilegum sætindum í. Ég gerði pöddur úr úr döðlum og lakkrís, nornahatt úr Oreo kexi eða Herseys kossi ofan á, leðurblöku úr Reeses cup með vængjum úr Oreo kexi og svo keypti ég sætt kökuskraut í Partýbúðinni sem ég límdi einfaldlega á Oreo kex.
Svo gerði ég appelsínugult kakó úr hvítu súkkulaði frá Good Good sem ég blandaði út í mjólk og appelsínugulan matarlit, ofan á það setti ég kóngulóarvef úr sykurpúðum.“
Graskerin heilla Hildi og þau fá að njóta sín á hennar heimili í margs konar formum.
„Ég fann svo sætt lítið grasker í Krónunni sem mér datt í hug að setja pinna af draugapaprikum og ostadraum í ásamt fallegum haustlegum blómum. Með því verður síðan uppáhaldshaustkaffið mitt með graskeri og graskerskryddi.“
Hildur gefur hér lesendum Matarvefsins nokkrar skemmtilegar hugmyndir af hrekkjavökukræsingum sem upplagt er að prófa sig áfram með. Hildur er sniðugri en flestir þegar kemur að því að galdra fram einfaldar og flottar veitingar í þema formi líkt og þessar hræðilegur hrekkjavökukræsingar.
Hér má sjá handbragð Hildar þegar hún gerir köngulóarkakóið sitt.
Hrekkjavökukræsingar Hildar
Appelsínugult köngulóarkakó
Fyrir 2
Aðferð:
Ógurlegt haustkaffi
Aðferð:
Nornahattar
Aðferð: