Munu ekki lýsa yfir stuðningi við frambjóðanda

Munu ekki lýsa yfir stuðningi við frambjóðanda

Ritstjórn bandaríska dagblaðsins Washington Post mun ekki lýsa yfir stuðningi við neinn forsetaframbjóðanda í ár. Þetta er í fyrsta sinn í 32 ár sem blaðið lýsir ekki yfir stuðningi við forsetaframbjóðanda demókrata, sem í þetta sinn er Kamala Harris.

Munu ekki lýsa yfir stuðningi við frambjóðanda

Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 | 25. október 2024

Jeff Bezos á að hafa komið í veg fyrir stuðningsyfirlýsingu.
Jeff Bezos á að hafa komið í veg fyrir stuðningsyfirlýsingu. AFP/Eric Baradat

Ritstjórn bandaríska dagblaðsins Washington Post mun ekki lýsa yfir stuðningi við neinn forsetaframbjóðanda í ár. Þetta er í fyrsta sinn í 32 ár sem blaðið lýsir ekki yfir stuðningi við forsetaframbjóðanda demókrata, sem í þetta sinn er Kamala Harris.

Ritstjórn bandaríska dagblaðsins Washington Post mun ekki lýsa yfir stuðningi við neinn forsetaframbjóðanda í ár. Þetta er í fyrsta sinn í 32 ár sem blaðið lýsir ekki yfir stuðningi við forsetaframbjóðanda demókrata, sem í þetta sinn er Kamala Harris.

„Við erum að snúa aftur í ræturnar okkar, um að styðja ekki við forsetaframbjóðendur,“ skrifaði William Lewis, framkvæmdastjóri Washington Post.

Jafnframt tilkynnti hann að dagblaðið myndi ekki lýsa yfir stuðningi við forsetaframbjóðendur í framtíðinni.

Rufu hefðina árið 1976

Síðasta skipti sem blaðið lýsti ekki yfir stuðningi við forsetaframbjóðanda var árið 1988.

Fyrir árið 1976 þá lýsti blaðið aldrei yfir stuðningi við forsetaframbjóðendur en sú hefð var rofin er blaðið lýsti yfir stuðningi við Jimmy Carter árið 1976.

Ritstjórnir dagblaða hafa ekki sömu pólitísku áhrif og áður fyrr en Washington Post nýtur þó enn mikils lesturs.

Kosningateymi Donalds Trump gaf frá sér yfirlýsingu í kjölfar fregnanna. „Harris er svo slæm að Washington Post ákvað að styðja aldrei aftur annan forsetaframbjóðanda.“

Blaðamenn ósáttir við að ekki sé tekin afstaða

Stéttarfélag blaðamanna á dagblaðinu hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er miklum áhyggjum.

„Við erum þegar farin að sjá dygga lesendur segja upp áskrift,“ segir í yfirlýsingunni.

Fréttastöðin CNN greinir frá því að eigandi Washington Post, auðkýfingurinn Jeff Bezos, hafi komið í veg fyrir það að ritstjórnin lýsti yfir stuðningi við Kamölu Harris.

Ritstjórn Washington Post hlaut Pulitzer-verðlaunin árið 2022 fyrir almannaþjónustu, fyrir umfjöllun blaðsins um árás stuðningsmanna Donalds Trump á þinghús Bandaríkjanna í Washingtonborg 6. janúar árið áður.

Trump hafði þá stefnt hópnum saman og hvatt viðstadda til að fylkja liði að þinghúsinu.

mbl.is