Fylgi Sjálfstæðisflokksins er hætt að stíga líkt og í fyrri viku og mælist nú einungis 13,3%. Þá virðist VG ekki takast að spyrna sér frá botninum og mælist flokkurinn með 2,4% fylgi.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins er hætt að stíga líkt og í fyrri viku og mælist nú einungis 13,3%. Þá virðist VG ekki takast að spyrna sér frá botninum og mælist flokkurinn með 2,4% fylgi.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins er hætt að stíga líkt og í fyrri viku og mælist nú einungis 13,3%. Þá virðist VG ekki takast að spyrna sér frá botninum og mælist flokkurinn með 2,4% fylgi.
Þetta kemur fram í nýrri könnun Prósents sem unnin er fyrir Morgunblaðið og birt var í Spursmálum í dag.
Þar sést að Miðflokkurinn er að nýju orðinn annar stærsti flokkur landsins með 16,1% fylgi og þar á eftir Viðreisn með 15% fylgi.
Sem fyrr er Samfylkingin með langmest fylgi eða ríflega 24%. Virðist fylgi flokksins þokast afar hægt niður á við þessa dagana.
Sem fyrr segir mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 13,3% eftir að hafa mælst með 15,6% fylgi í liðinni viku. Í Spursmálum velta þeir Stefán Einar og Andrés Magnússon fyrir sér mögulegum ástæðum þessara sviptinga. Orðaskiptin þar um má sjá í spilaranum hér að ofan.
Flokkur fólksins mælist með 11,4% fylgi og hefur skilið sig hressilega frá þeim flokkum sem neðar mælast.
Þannig eru Framsóknarflokkur og Píratar með 5,8% hvor og virðist nýtt leiðtogaval Framsóknar í Suðurkjördæmi ekki hafa skilað neinni fylgissveiflu til flokksins.
Sósíalistar mælast enn undir 5% og eru raunar aðeins með 4,3% fylgi. Það er þó tæplega tvöfalt það fylgi sem VG mælist með sem er 2,4%. Nýjum formanni flokksins virðist ekki að takast að finna fótfestu til þess að spyrna sér upp af botninum.
Hún getur þó huggað sig við að tveir flokkar eða framboð mælast lægra en VG. Það er Lýðræðisflokkur Arnars Þórs Jónssonar með 1,1% fylgi og Ábyrg framtíð sem fengi 0,4% atkvæða ef kosningaúrslit yrðu í samræmi við könnunina sem hér um ræðir.
Könnunin var gerð dagana 18.-24. október. Úrtakið var 2500 manns og reyndist svarhlutfallið 50%.