Fjölmiðlar í Líbanon segja að þrír blaðamenn hafi verið drepnir í loftárás Ísraela á suðurhluta landsins í morgun. Upplýsingaráðherra landsins segir stríðglæp hafa verið framinn.
Fjölmiðlar í Líbanon segja að þrír blaðamenn hafi verið drepnir í loftárás Ísraela á suðurhluta landsins í morgun. Upplýsingaráðherra landsins segir stríðglæp hafa verið framinn.
Fjölmiðlar í Líbanon segja að þrír blaðamenn hafi verið drepnir í loftárás Ísraela á suðurhluta landsins í morgun. Upplýsingaráðherra landsins segir stríðglæp hafa verið framinn.
Að sögn sjónvarpsstöðvarinnar Al Mayadeen voru myndatökumaður og tæknimaður drepnir í árás á húsnæði þeirra í Hasbaya í suðurhluta Líbanons.
Önnur sjónvarpsstöð, Al-Manar, sem er stjórnað af Hisbollah-samtökunum, sagði að annar blaðamaður hefði einnig verið drepinn í árásinni.
„Ísraelski óvinurinn beið þangað til í skjóli nætur eftir því að blaðamennirnir væru komnir í pásu til að þess að hann gæti svikið þá er þeir sváfu,“ sagði upplýsingaráðherrann Ziad Makary.
„Þetta er aftaka, eftir að hafa fylgst með þeim og veitt eftirför, með vandlegri skipulagningu, en 18 blaðamenn voru þarna sem fulltrúar sjö fjölmiðla. Þetta er stríðsglæpur.“