Sala á jólabjór hefst í Vínbúðunum í næstu viku en fjölmargir barir taka forskot á sæluna nú um helgina. Á Malbygg í Skútuvogi verður til að mynda boðið upp á sannkallaða jólabjóraveislu í dag frá klukkan 15 og frameftir kvöldi.
Sala á jólabjór hefst í Vínbúðunum í næstu viku en fjölmargir barir taka forskot á sæluna nú um helgina. Á Malbygg í Skútuvogi verður til að mynda boðið upp á sannkallaða jólabjóraveislu í dag frá klukkan 15 og frameftir kvöldi.
Sala á jólabjór hefst í Vínbúðunum í næstu viku en fjölmargir barir taka forskot á sæluna nú um helgina. Á Malbygg í Skútuvogi verður til að mynda boðið upp á sannkallaða jólabjóraveislu í dag frá klukkan 15 og frameftir kvöldi.
Magnús Már Kristinsson, einn aðstandenda brugghússins Malbyggs, segir í samtali við mbl.is að sér sýnist að mörg brugghús séu að fækka jólabjórum þetta árið en Malbygg fari í öfuga átt. Sex jólabjórar verði settir í almenna sölu sem er fjölgun um tvo frá því í fyrra. Fleiri tegundir verði svo í boði á bruggstofunni í Skútuvogi í dag.
„Við settum Jólabolluna, sem sló í gegn í fyrra, á bourbon-tunnur þar sem hún hefur fengið að þroskast og útkoman er ótrúleg. Í Jólabollunni er líka allt það jólalegasta sem hægt er að setja í stout, svo sem möndlur, kanel og fleira,“ segir Magnús þegar hann er beðinn að lýsa því hvað bíður gesta á Malbygg í dag.
Annar bjór sem mun eflaust vekja mikinn áhuga gesta, sem og annars bjóráhugafólks, er Hátíðarskinkan. Er þar um að ræða þrefaldan IPA, 10% í styrkleika hvorki meira né minna. „Ég held að við höfum einu sinni áður gert Triple IPA. Nú gerðum við þúsund lítra og erum mjög spenntir að sjá viðtökurnar. Úff,“ segir Magnús.
Auk þessara tveggja geta gestir bragðað á fjórum öðrum jólabjórum Malbyggs; Jólasopa, Jólakisa, Djús Kristi og hefðbundinni Jólabollu Imperial Stout. Þá verða tveir tilraunabjórar sömuleiðis á krana.
Skammt er stórra högga á milli hjá starfsmönnum Malbyggs. Magnús og Bergur bruggari eru nýkomnir frá Færeyjum þar sem þeir tóku þátt í Mikkeller-bjórhátíðinni í Þórshöfn.
„Okkur var boðið þarna ásamt 25 öðrum brugghúsum, aðallega frá Bandaríkjunum. Þetta var eitthvað magnaðasta festival sem ég hef farið á. Þarna voru eiginlega bara Færeyingar, um 300 gestir, og ótrúlega mikið af góðum bjór í boði. Það var virkilega gaman að fá að vera hluti af þessu, að fá að vera þarna með mörgum af bestu brugghúsum í heimi. Það væri gaman að sjá einhvern tímann svona hátíð á Íslandi.“